Það er ekki hægt að fara að sofa of seint – aðeins eins seint og þú þarft til að viðhalda vansældinni.
Þreyttur maður er þreyttur af því að hann er þreytandi, hann hefur þreytt sig með markvissum aðgerðum, lélegri næringu og annarri vanrækslu.
Það er ekki hægt að koma of seint – einungis nógu seint til að valda óróa og viðnámi í samhengi við sína eigin heimild.
Það er alltaf orsök og afleiðing sem ekki verður komist framhjá – og þá heldurðu áfram að næra skortdýrið, þjóna herranum, skrímslinu sem þrífst á spennunni sem felst í vansældinni. Það er ekki hægt að eyða peningum – þú getur aðeins varið þeim í vansæld eða velsæld. Þegar þú laðar að þér í ótta eða skorti þá verður útkoman meiri ótti og skortur.