Afleiðingarnar af þeirri hegðun sem hingað til hefur stjórnað þér, hvatvísi og áhrifagirni í duldum tilgangi, er nú hægt að líta á sem tækifæri til sjálfsskoðunar og vaxtar.
Það er alltaf þinn vilji. Hann verður alltaf að veruleika. Þú ert aldrei viljalaus.
„Verði þinn vilji – því alltaf verður þinn vilji, sama hvað þú gerir. Spurningin er þessi: Ertu fúllyndur farþegi?
Ertu fúllyndi farþeginn sem vill vera með í ferðalaginu, vill aldrei hafa skoðun á ferðaáætluninni en er samt aldrei ánægður með það hvert er farið?
Ertu fúllyndur farþegi? Eða bílstjóri í eigin lang ferðabíl eða glæsivagni?“
Ertu viljandi skapari í vitund? Eða óviljandi fórnarlamb?
Þú velur, viljandi eða óviljandi. Valdið er alltaf þitt!