Hugleiðslu æfingar til þess að halda innri birtu og björtu skapi í gegnum vetrartímann.
2 einfaldar aðferðir fylgja. Prófaðu!
Í stað þess að syrgja fráhverfandi sumar er mikilvægt að muna að veturinn veitir okkur heilmikla vellíðan líka. Þetta er tími endurspeglunar, slökunar og djúprar umönnunar. Þetta er tími til þess að læra af liðandi ári og undirbúa það næsta.
Þegar vetrartíð gengur í garð finnum við gjarnan fyrir leiða og jafnvel kvíða. Með hjálp eftirfarandi hugleiðslu æfinga getum við lyft lundinni og losað okkur við vetur volæðis hugarfar . Eftir því sem skammdegið nálgast er eðlilegt að finna fyrir þyngri lund . Við litríku og svölu sumri tekur kaldara veður og náttúran skiptir litum. Við sjáum fyrir okkur enn færri “sólar-daga” í grennd og það getur verið erfitt fyrir okkur að muna eftir því að “njóta” vetursins.
Í kínverskri speki flokkast vetur undir svokallað “yin”-tímabil (hægt, kalt og blautt), á meðan sumarið flokkast undir “yang” tímabil (hratt, heitt, og þurrt). Ef við höldum til streitu áframhaldandi “yang” hegðun að vetri; stöðug hlaup, vakað frameftir og haldið í þétta dagskrá – þá mun heilsan og skapið segja til sín. Þess í stað ef við aðlögum hegðan okkar veðráttunni, hægjum á okkur og njótum kósí stemmningar sem fylgir rökkrinu, njótum hlýjunnar innandyra, endurskoðum sjálfið okkar og söfnum orku þá mætum við næsta vori full af orku, hreysti og endurnýjun.
Hugleiðsla getur verið áhrifamikil aðferð til þess að hjálpa okkur að takast á við breytingar árstíðana. Aðferðin sjálf er endurspeglandi og hljóð í takt við þá hegðun sem við viljum tileinka okkur að vetri. Til þess að auka áhrif hugleiðslunnar enn meira er hér notuð aðferð við að skapa birtu eða ljós. Þessar aðferðir eru tvenns konar. Annars vegar er birtan fengin utan frá eins og með kertaljósi og hins vegar er birtan framkölluð innan frá með hugleiðslu. Eftirfarandi aðferðir koma frá “Dru Meditation” (www.druworldwide.com). Eftir þeim er haft að við þessar hugleiðslu æfingar náum við að láta okkur líða vel út vetrartíðina með því að færa birtu til heiladingulsins sem kemur jafnvægi á lund okkar.
Hugleiðsluæfing 1
Kerta aðferðin (Taratak)
Sittu þæginlega, annað hvort á gólfinu með mjaðmagrindina staðsetta ofar en hnén eða í stól með góðum stuðning við bakið. Komdu fyrir kerti í augnhæð, um það bil í arms fjarlægð frá höfði þínu. Horfðu mjúklega (með hálfopin augu) á birtuna á meðan þú andar venjulega þangað til þú finnur að ljósið fyllir sýnina. Ef augun þín þreytast lokaðu þeim þá í smá stund og opnar þau svo aftur. Ímyndaðu þér að ljósið umlyki þig og fylli þig, færandi þér slakandi og friðsæla tilfinningu. Gefðu þér góðan tíma í að finna fyrir þessari hlýju og birtu og út frá þeirri tilfinningu getur þú hugleitt um jákvæða framtíðarsýn eða bara notið verandi stundu og leyft þér að slaka á.
Þegar þú ert tilbúin/nn að ljúka æfingunni skaltu nudda lófum þínum saman þangað til þeir hitna og halda svo lófum yfir augunum í smá stund og rólega láta hendur síga niður og hleypur birtunni varlega aftur að augunum. Teygðu svo úr þér og hreyfðu þig þegar þú ert tilbúinn.
Hugleiðsluæfing 2
Innri birtu aðferðin
Þessi aðferð hugleiðslu er dýpri en sú fyrri og byggir á aldagamalli hugmyndafræði um 5 “koshas” sem stendur fyrir lög sem við eigum að vera samansett úr. Hugleiðslan virkar eins og kerfisbundið ferli um þessi 5 svæði eða vitundir og efsta “vitundin” er eins og að komast í það óútskýranlega eða guðdómlega. Hér visa ég aftur í Dru Medication þaðan sem þessi aðferð kemur.
Byrjaðu eins og í fyrri hugleiðslu að velja sitjandi stöðu á gólfi eða á stól með stuðning við bakið. Sittu með hrygginn beinan og axlirnar slakar. Byrjaðu á að loka augunum og vertu meðvituð/aður um öndun þína. Byrjarðu rólega á því að hægja á og dýpka öndunina um nefið. Gefðu þér smá tíma í að finna fyrir þæginlegri líkamstöðu og öndun. Næst leiðir þú hugann að miðju brjóstsins þetta svæði eða þessi “vitund” kallast kshetram (vitundarmiðjan) af anahata chakra.
Ímyndaðu þér að gullið ljós vaxi um hjartastaðinn með hverjum andardrætti. Eftir því sem þú heldur áfram að anda hægt og einblýnir á þetta innra ljós (anatara jyoti), ímyndaðu þér að ljósið vaxi í gegnum allan líkama þinn og fylli hverja frumuna gullinni hlýju svipað og þegar sólin hitar okkur að utan sem innan. Finndu fyrir þessu ljósi vaxa víðar eða utan líkamans allt í kringum þig. Ímyndaðu þér að þú sért böðuð/aður upp úr þessari birtu sem færir þér hamingjusama og orkuríka tilfinningu. Þegar þú ert svo tilbúin/nn að enda hugleiðsluna skaltu varlega færa vitund þína aftur að hjartastað. Finndu fyrir sambandinu sem líkami þinn myndar við jörðina og leyfðu þér að festa aftur rætur við jörðu og finndu fyrir jafnvægi. Nuddaðu lófunum mjúklega saman og færðu yfir augun og finndu hlýjuna. Opnaðu augun þegar þú ert tilbúin/nn.
Grein þessi er byggð á grein eftir Jane Clapham og aðferðirnar eru frá Dru Meditation eins og nefnt var í miðri grein.
Jóhanna Karlsdóttir Yogakennari tók saman og þýddi.