UMHVERFIÐ SEM VIÐ VELJUM HEFUR ÁHRIF
Umhverfið opinberar okkur eins og allt í okkar tilvist. Umhverfið hvetur okkur eða letur eins og góður félagsskapur.
Rannsóknir hafa sýnt og sannað að þegar stoðfrumur eru settar í mismunandi umhverfi geta þær gjörbreytt eiginleikum sínum og eðli.
Við berum ábyrgð á því hvernig umhverfi okkar er – hvort það ýtir undir vansæld eða velsæld – og í umhverfinu felst mikilvægt tækifæri til að styðja eða laða fram það sem við viljum taka ábyrgð á að skapa eða viðhalda. Þú berð alltaf ábyrgð á þér í umhverfi þínu og vera þín hefur líka áhrif á umhverfið. Við erum þar sem við erum því að við völdum að fara þangað og vera þar.