AÐ VELJA AÐ VELJA VIÐBRAGÐ
Í innsæinu sjáum við og finnum þegar okkur býðst að tengjast upp á gamla mátann og fara inn í gamla farið þar sem skortur, spenna og fjarvera ræður ríkjum. En við förum ekki þangað. Við veljum viðbragð. Við skiljum að það er aðeins ást; að við erum ást og að við eigum skilið að elska okkur. Með þessum hætti afstraumum við smám saman það sem áður olli okkur þjáningu.
Í innsæinu heyrum við hjartað slá og höldum ekki aftur af því. Þvert á móti gerum við allt sem við getum til að auka slagrými hjartans, því að við vitum að aðeins þaðan getum við fengið mátt inn í eigið líf.
Við lifum í til-finningunni. Við finnum til okkar sjálfra. Við erum sönn eigin tilfinningum, leyfum þeim að opinbera okkur, leyfum skilaboðum hjartans að berast til okkar og umheimsins. Heildarsviðið er allt tengt við hjörtu okkar og þar fara samskipti fram í hverjum hjartslætti. Tíðni hjartans berst frá frumu til annarrar frumu til annarrar frumu og endurómar í allri tilverunni. Þegar hjartað er opið og við erum tengd hjartanu þá eru skilaboð umhverfisins til okkar líka skýr.
Núna tökum við lifandi þátt í eigin tilvist, sem vitni í vitund en ekki sem dómarar, gagnrýnendur og böðlar. Við skiljum að við erum ekki hugsanir okkar heldur erum við sál, ást og tilfinningar og við tökum fulla ábyrgð, fyrirgefum okkur og öðlumst mátt. Með þeim mætti getum við horft á tilveruna eins og hún er, í stað þess að horfa á blekkinguna, í skorti og girnd.
Við erum í stöðugri snertingu við sýnina okkar. Í stað þess að sjá hana framundan okkur sjáum við hana innundan, innúr okkur sjálfum, innan úr innsta kjarna okkar; við skiljum að sýnin er inni í okkur og að það eina sem við þurfum að gera er að opinbera hana og koma í ljós.