Við erum á mismunandi ferðalagi, við erum ólíkar persónur – en við búum okkur til umhverfi þar sem okkar vilji fær að dafna í stuðningi þangað til við stöndum á nógu sterkum fótum til að þrífast óstudd.
Umgjörð gæti falist í eftirtöldum aðgerðum sem móta reglu og jafnvægi:
Að hreinsa upp óreiðu í umhverfi okkar – vansæld skapar óreiðu og óreiða skapar vansæld.
Að skrá fyrirætlanir sínar – það margfaldar líkurnar á árangri. Að næra sig markvisst og í vitund – alltaf í fullum kærleika.
Að rækta líkama sinn heilsunnar og ánægjunnar vegna – að virða líkamann sem farartæki sálarinnar og skilja að hann þarf hreyfingu.
Að koma reglu á fjármálin – að skilgreina hvernig þú vilt verja fjár- munum þínum, orku og tíma.
Að vera í félagsskap sem styður vilja velsældar – að fækka for- töluröddunum.
Að fá sér vitorðsmann – einhvern sem skilur og getur hlustað án afstöðu og meðvirkni.
Að viðhalda ferli fyrirgefningarinnar – það þarf að fara út með ruslið oft í viku.
Að nota staðhæfingar blessunar – að lýsa yfir vilja sínum í augnablikinu þannig að hjartað heyri.