VIÐ UMBREYTUM ORKU – ALLA ÆVI
Við erum hold sem er mold.
Næring er flutningur á orku úr einu formi yfir í annað. Það er þess vegna sem við tölum hér aldrei um hitaeiningar þegar við ræðum um mat og næringu, þrátt fyrir að það sé hefðbundni mælikvarðinn á orku.
Það er eðli orkunnar sem skiptir miklu meira máli; hvort maturinn er lifandi og heil- næmur og í eðlilegu samhengi við náttúruna og hvort næringin innihaldi ljóslifandi orku.
Þú skilur hvað ég meina þegar ég tala um jákvæða og neikvæða næringu. Þessum stutta kafla er samt ætlað að skerpa örlítið á þessu öllu saman. Hver er til dæmis munurinn á eyðilögðum mat og heilum mat? Hver er munurinn á lífrænni ræktun og hefðbundinni?