VIÐ GETUM EKKI FARIÐ FYRR EN VIÐ ERUM KOMIN
Hvað þýðir þessi setning? Að þegar við segjumst vilja breyta einhverju í eigin lífi – neysluvenjum, líkamanum eða andlegum viðhorfum – þá mætum við, fyllilega og í kærleika, inn í núverandi ástand. Þá finnum við mátt til að breyta því hvernig við rekum líf okkar.
Við elskum okkur núna, hérna, svona, eins og við erum.
Af hverju er þetta svona mikilvægt? Vegna þess að við endurheimtum mikið magn af orku með því að elska okkur eins og við erum, með því að strjúka breiðu mjaðmirnar og framstæða bumbuna, með því að klappa hrukkunum og gráu hárunum eða hverju því viðnámi sem við upplifum gagnvart útliti okkar. Vegna þess að þegar við mætum inn í augnablikið og auðsýnum sjálfum okkur þessa skilyrðislausu ást breytast öll viðhorfin gagnvart lífinu.
Þá fáum við aftur aðgang að fullri orku okkar og skiljum muninn á því að langa og að verða.