Að geta gefið af einlægni í örlæti og þakklæti er sú allra stærsta gjöf sem okkur er veitt. Og þar með er hún líka stærsta gjöfin sem við getum veitt.
Við viljum stöðugt gefa í lífinu, án áhengja eða skilyrða; við viljum rækta blóm og jurtir sem vaxa í eigin garði, veita öllu því fallegasta og besta athygli svo það vaxi og dafni.
Við viljum skilja og skynja að tilveran er orsök og afleiðing – að tilveran er aðeins orsök og afleiðing. Við viljum skynja að við erum stöðugt að laða lífið að okkur í samræmi við tíðni hjartans – og því þarf hjartað að vera stillt inn á fullan slagkraft, á ást og örlæti; til að geta gefið til fulls og þegið til fulls þarf hjartað fullt frelsi.
Hjartað vill ljós.
Hjartað er ljós. Allt annað er blekking.