Það skiptir engu máli hvað gerist.
Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir, eftir að eitthvað gerist.
Þín viðbrögð – hvort þú velur viðbragð eða bregst við með kæk og á forsendum skortdýrsins.
Hvað gerirðu? Viðbrögðin hafa allt með það að gera hvort þú stefnir til vansældar eða velsældar. Viðbrögðin opinbera heimildina þína – hvort þú sparkar í þig liggjandi eða reisir þig á fætur í fullum kærleika.
Hvort þú elskar þig samt. Hvort þú vilt fyrirgefa þér.