Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Ég er lánsöm kona sem ólst upp í sveit í Skagafirði. Ég á einn 8 ára son sem heitir Ýmir Logi og nýt þess að upplifa lífið og tilveruna með honum í dag.
Ég starfa sem jógakennari og leiðsögukona ásamt því að hlúa að styrktarfélaginu Jógahjartanu.
Ég er með stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki af náttúrufræði og málabraut, lærði grafíska hönnun í Myndlistarskólanum á Akrueyri, er Bowentæknir frá ECBS og kundalini jógakennari. Ég hef sótt námskeið í heilun, bæði Reiki og Sat Nam Rasayan og fór í jógaþerapíunám í New York. Ég útskrifaðist frá Endurmenntun HÍ sem leiðsögukona í upphafi þessa árs og er með alþjóðleg vatnsþjálfararéttindi frá AEA í Bandaríkjunum. Einnig hef ég lokið námskeiðunum Childplay og Radiant Child Yoga sem var fínn undirbúningur fyrir jógakennslu í grunnskólum en ég starfa í 2 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Sköpun og listir, ferðalög, heilbrigði, jógísk fræði og eiginlega allt milli himins og jarðar nema það sem dregur úr almennri vellíðan.
Ég æfði körfubolta í 10 ár og tennis meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Ég skipti yfir í almenna styrktarþjálfun á líkamsræktarstöð eftir röð meiðsla í körfuboltanum. Ég kynntist svo kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan eftir að áhugi minn á sjálfsrækt og andlegum málum kviknaði. Ég hef prófað ýmsar tegundir jóga ss. kripalu jóga, hatha jóga og ashtanga jóga. Ég hef einnig alltaf notið þess að ganga á fjöll og hlaupa í náttúrunni.
Jóga í vatni, kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hleyp í náttúrunni og hugleiði.
Jóga í vatni kom upphaflega til mín sem friðsæll innblástur sem þjónar nú stórum hópi fólks í dag. Markmiðið er að þjóna fólki áfram sem hefur áhuga og nýtur þess að koma og vera farvegur fræðslu til verðandi jógakennara í vatni.
Við erum bæði með meðgöngujógatíma í vatni fyrir barnshafandi konur og svo almenna tíma í jóga í vatni sem eru fyrir alla. Fólk kemur af mismunandi ástæðum, sumir segja þetta frábæra leið til að vera hér og nú um leið og vatnið slakar á líkamanum, þetta er mild leið inn í krefjandi jógastöður og því fagnar stór hópur fólks sem á við stoðkerfisvandamál að stríða. Við hvetjum fólk til að hlusta á líkamann öllum stundum líkt og í hefðbundum jógatíma og efla þannig líkamsvitund.
Miðað er við að viðkomandi geti sjálfur farið í sturtu, komið út í laug án fylgdar og geti fylgt fyrirmælum kennara. Jógakennarar í vatni þurfa að sækja regluleg námskeið í björgun í vatni til að geta starfað við sundlaugina og kunna að bregðast við aðstæðum sem kunna að koma upp. Börn frá ca 12 ára hafa stundum óskað eftir því að koma með foreldrum sínum og ég persónulega hef ekki bannað börnum að koma í tímana mína. Hver kennari þarf að segja til fyrir sig varðandi það atriði. Ef þau trufla ekki aðra og taka þátt sé ég ekkert að því. Þau eru fullgildir einstaklingar í mínu hjarta.
Avocado, gúrka og möndlumjólk. Nánast alltaf til...
Elska hráfæði og allan næringarríkan mat. Við eigum svo marga góða staði í dag hérlendis og erfitt að gera upp á milli. Hráfæðipizzan á Gló er í miklu uppáhaldi.
Er að lesa bókina Oneness eftir Rasha þessa dagana. Mér finnst erfitt að gera upp á milli bóka því þær hafa allar haft mikilvægt gildi fyrir mig meðan ég er að lesa þær.
Fer í sjóbað og gufu á ylströndinni og svo í þarabaðið sem er reyndar örsjaldan í boði en þau fá mikið þakklæti frá mér fyrir að koma því í framkvæmd.
Ég sest niður, anda, finn stundina hér og nú og minni mig á að í raun er engin upplifun æðri annarri. Svo tek ég eitt skref í einu. Þessi setning er góð sem ég heyrði einu sinni á Hawaii: “When you are nervous, focus on service”. Að endurtaka hana virkar yfirleitt, annars hringi ég bara í vini mína og fjölskyldu og bið um aðstoð. Það er oftast ekki raunhæft að takast á við stór og erfið verkefni alein.
Hamingjusöm í núinu með góðu fólki sem vill mér vel.
Arnbjörg Kristín Jógakennari