Fullt nafn: Guðni Gunnarsson
Starf: Lífsráðgjafi
Hversu lengi ert þú búinn að vera með Ropeyoga stöðina ?
Rope Yoga stöðin var opnuð í janúar 2007.
Nú hefur heyrst að þú sért að loka stöðinni, hvað tekur við?
Ég er að söðla um og ætla að loka Rope Yoga Setrinu 1. júní nk. Bókin mín, Máttur Viljans, mun koma út í Bandaríkjunum nú í byrjun apríl og svo víðar um heiminn m.a. í Japan næstkomandi vetur.
Bókin heitir á ensku Presence Is Power og er endurskrifuð útgáfa af Mætti Viljans fyrir Bandaríska markaðinn. Í framhaldi af útáfunni taka við ferðalög til að kynna bókina með fyrirlestrum og annarri vinnu erlendis á næstu mánuðum. Einnig mun ég kynna námskeið sem er netnámskeið og heitir Presence Is Power the online workshop. Síðan er fyrirhuguð útgáfa á Mætti Athyglinnar sem heitir Presence Is Power The seven step workbook.
Þú varst að gefa út bók, um hvað fjallar hún og höfðar hún til allra ?
Presence Is Power er sjö skrefa nálgun um þá umbreytinga sálfræði sem ég hef hannað og starfa samkvæmt. Í stuttu máli fjallar bókin um að vakna til vitundar um þá orku sem við erum, taka ábyrð á þessari orku með því fyrirgefa sér fyrir það ofbeldi og þá höfnun sem maður hefur beitt sig. Þannig endurheimtir maður orkuna sem maður hefur verið að ráðstafa í sjálfsvorkun og eftirsjá.
Presnce Is Power er bók sem gerir þér kleift að losna undan álögum. Ekki þess háttar álögum sem við lesum um í ævintýrunum, heldur sjálfsálögum – öllu því neikvæða sem við leggjum á okkur sjálfviljug og þar með á allan heiminn.
Þetta er bók um að lifa annaðhvort í sjálfstýringu þar sem skortur og vansæld ráða ríkjum, eða í eigin mætti, í velsæld og fullri kærleiksríkri ábyrð og ást.
Við erum öll ljós og ótakmörkuð orka. Öll athygli er ást, orka og bæn. Allt sem við veitum athygli vex og dafnar; einmitt þess vegna er grasið alltaf grænna hinum megin.
Presence is Power spyr þessarar einföldu spurningar: „Af hverju áttu ekki í einlægu ástarsambandi við þig?“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum ?
Sítrónur og lime. Chilli mauk frá Köllu systir og egg.
Ef þú ætlar að gera vel við þig og þína, hvað verður fyrir valinu ?
Grillað lamba ribeye með stóru salati og sætum kartöflum.
Ertu kvöld eða morgunmanneskja?
Ég er morgunhani. Vakna á bilinu 0400 til 0600.
Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem ekki er ánægt í sínu lífi?
Að taka ábyrð á því hvað það vill og framkvæma síðan í þágu þess. Það deyja allir úr áhugaleysi og við ein berum ábyrð á ljósi okkar og ánægju. Það er val að vera óhamingjusamur eða hamingjusamur en það breytist ekkert nema við breytum því.
Og einhver loka orð?
„Þegar þú tekur en-ið úr ætla þá breytist allt lífið“
„Ég ætla ... en ...“ Ég ætla mér góða hluti í lífinu EN ég geri það ekki. Ég ætla að finna góðan maka ... en. Ég set stefnuna á eitthvað EN ég fer ekki þangað. „Ég ætla ... en ...“ Hvað er í gangi innra með okkur sem reisir girðingar um leið og við setjum fram drauma okkar? Sem læsir okkur inni, setur okkur hömlur, takmarkar okkur, rýrir okkur.
Af hverju eiga allir fullar skúffur af draumum sem hafa ekki ræst og eru því orðnir að martröðum?
Af hverju þetta en?
Ástæðan felst í því að okkur finnst við ekki verðug, og getur enginn breytt því hversu verðug við upplifum okkur nema við.
Kraftaverkið gerist þegar við fyrirgefum okkur umbúðalaust. Þá hverfur öll eftirsjá og iðrun og …en…
Mikill og endalaus kærleikur.
Guðni.