Fullt nafn: Elísabet Anna Finnbogadóttir eða bara ElísabetaBOGA
Ég er fædd og uppalin á Ísafirði og Bolungavík, næst elst úr 6 barna hópi. Ég flutti til Lúxemborgar 21. árs, en þangað elti ég kærastann, sem er eiginmaður minn í dag. Saman eigum við 3 börn Hörð, Helenu og Hjört. Börnin sóttust í að koma í menntaskóla á Íslandi svo ég endaði með að flytja til baka með þeim.
Ég er stúdent frá VMA, því næst DisplayDesigne, því á yngri árum hugðist ég feta hönnunar veginn. En áhugi minn á andlegum málefnum og heilsurækt dró mig inn í Yoga og heilsuheiminn. Ég er lærður Hláturyoga kennari beint frá Dr. MadanKataria, sem og RopeYoga kennari og þeoríur þess kerfis. 240 tíma og 560 tíma Raja/Hatha/Astanga Yoga kennari frá Yogaskóla Kristbjargar Kristmunds þar sem kafað er djúpt í Yoga heimspekina, Jógasútrur Patanjalis og Bhagavata Gita. Inn í þessum fræðum er Ayurveda spekin, Yogaþerapía og orkuanatomían. Ég er einnig menntaður Heilsu Mark Þjálfi frá Institute of Integrative Nutrition í N.Y.
Í meira en 20 ár er ég búin að vera viðloðandi „HeilsuHeiminn“ það kom til af því ég vildi finna lausnir á mínu heilsufari og seinna barna minna og koll af kolli vatt þetta upp á sig. Ég hef lesið og grúskað, sótt allskyns námskeið og ráðstefnur um víða veröld t.d í lifandi fæði, og grænmetisfæði, heimsspeki og ýmis námskeið er lúta að mannlegum samskiptum. Mér finnst t.d atferlisfræði og orsök og afleiðing endalaust skemmtilegar pælingar.
Ég hef verið búsett erlendis nær sleitu laust sl. 20 ár, þar starfaði ég sjálfstætt sem ráðgjafi og stóð fyrir ýmsum námskeiðum, mest tengdum yoga og matreiðslu. Ég hef haldið fjölda námskeiða í hráfæði og grænmetisfæði. Ég hef mest notað starfsheitið Húsmóðir, af því mér finnst það svo undurfallegt og í því felst svo margt og mikið. Það er gamalt og rótgróið starfsheiti sem er reglulega vanmetið. Í dag starfa ég áfram sem Húsmóðir, en einnig Yoga kennari, Heilsumark þjálfi, set upp matreiðslu námskeið annað veifið, og þrjá daga vikunnar starfa ég í Heilsuverslun Gló í Fákafeni.
Lífið í allri sinni mynd, Yoga.
Þegar ég var 9 ára skipaði heimilislæknirinn mér að byrja að æfa sund, ég var vatns hræddasta barnið í bænum, en líka eitt það astmaveikasta. Þetta er langbesta og gagnlegasta læknisráð sem ég hef fengið. Ég æfði sund fram að 14 ára aldri, æfði handbolta og körfubolta til 16 ára aldurs, fiktaði við að skokka frá unglings aldri þegar heilsa leyfði. Svo hef ég frá unga aldri elskað að ganga upp um fjöll og firnindi og borgir og bæi. Æsku skíða brölt, sem endaði í skíða ástríðu frá 21. árs aldri. Ég hef alltaf haft mikla hreifi þörf, syndi t.d alltaf reglulega, hef hlaupið reglulega síðustu 12 árin. Fór í fyrsta langþráða yogatímann um tvítugt og daðraði lengi við yoga áður en ég gerðist kennari sjálf.
Hún felst í því að leitast við að hlúa vel að mér andlega og líkamlega dag hvern, hlusta á þarfir líkamans. Mér finnst mikilvægt að lifa það sem ég predika, borða hollan og góðan mat, stunda öndunar æfingar, tilbeiðslu og hugleiðslu og muna eftir að hvílast, suma daga tekst betur til en aðra.
Ég kynntist yoga sennilega fyrst í gegnum gömul tímarit sem enduðu í sveitinni hjá ömmu og afa þegar ég var barn. Það var e-h sem ljómaði innra með mér þegar ég las um yoga og sá myndir af fólki í yogastöðum, ég man eftir því að hafa heitið mér því að þegar ég yrði stór myndi ég gerast yogi. Fyrsti yogatíminn var á Ísafirði ég var um tvítugt.
Ég hef yogað í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Lúxembourg og á Íslandi... allt eru þetta framandi staðir, ég stefni nú á að komast til Indlands einhvern daginn. Ég hef stundað RopeYoga, HláturYoga, Hatha, Astanga, Power yoga og Nidra.
Með því að koma til dyranna eins og ég er klædd, það er óskandi að þeir sem hafa áhuga á að lesa yoga pælingar mínar finni eitthvað við sitt hæfi.
Dropa lýsi, smjör og grænmeti.
Kitchari með Gee og dökk grænu salati og mjög dökkt lífrænt súkkulaði. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að borða á matsölustöðum, heima matreitt er mitt uppáhalds.
Ég er sí grúskandi í allskyns yoga fræðibókum jú og matreiðslu bókum, Ég hef lesið svo margar skemmtilegar og áhugaverðar bækur um dagana, en besta bókin er The Yoga Sutras of Patanjali og Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E. Frank, sú bók fannst mér stórmerkileg. Næst á náttborðsbunkanum er Zero to One (Peter Thiel) elsti sonur minn vill að ég lesi hana.
Til dæmis heitt kvöld bað, 10 mínútna öndun, snemma í háttinn til að geta vaknað kl 6 og átt góða stund á yogadýnunni með kertaljósi og ljúfum tónum, fylgt eftir með dásamlegum grænum smoothie.
Þá raula ég ,,Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, það má finna út úr öllu ánægju vott...... og
Om Namo Bhagavate Vasudevaya.
Svífandi um á yogadýnunni, breiðandi út fagnaðar erindið.