Vald
Vilji er vald. Við tengjum orðið vald gjarnan við ofbeldi og kúgun þeirra sterkari gagnvart þeim veikari – valdbeiting, yfirvald, ægivald. Þetta er notkun á orðinu sem er algerlega góð og gild, en í þessum skrifum hefur orðið vald aðra merkingu og kærleiksríkari:
Vald er að valda eigin lífi; vald er val um hvað þú gerir í lífinu og hvernig þú velur að valda því. Markmiðið er að þú finnir til slíkrar ástar í eigin garð að þú leyfir þér að velja fyrir þig, í þínu lífi.
Forsendan fyrir þessu valdi er að þú viljir þig umbúðalaust, annars ert þú ó-viljandi og getur bara ætlað, langað, vonað eða þráð - ekki viljað viljandi í vitund.