Við gerum það með því að dreifa ljósinu á of mörg svið í lífinu og innra með okkur, með því að næra sálina með lélegum rafhlöðum, næra líkamann of mikið, of lítið eða með lélegri næringu. Með því að vera fjarverandi, ekki með sjálfum okkur, núna; föst í fortíð sem hefur aldrei verið til, föst í framtíð sem verður hugsanlega aldrei, föst í hugsunum, föst í niðurrifi í eigin garð og annarra.
Við festumst í vítahring fjarverunnar þar sem við notum veraldlega hluti til að þurfa ekki að njóta samvista við okkur sjálf.
Við festumst í vítahring tvöfaldrar refsingar sem hljómar nokkurn veginn svona:
„Ég geri eitthvað sem hefur slæm áhrif á líf mitt. Síðan bít ég höfuðið af skömminni með því að brjóta mig niður fyrir það í þokkabót. Ég ligg í jörðinni og sparka í mig liggjandi í stað þess að hjálpa mér á fætur.“
Tvöföld refsing og fjarvera; tvöföld höfnun á eigin tilvist.
„Ég refsa mér með því að gera eitthvað sem er slæmt fyrir mig og svo refsa ég mér fyrir að hafa gert það.“