Tilgangurinn
Tilgangur skrifa minna er að auka heimild þína til velsældar; að skapa verkfæri sem hjálpar þér að skilja mikilfengleika þinn og taka fulla ábyrgð á þinni tilvist og þeirri orku sem þú hefur til ráðstöfunar. Tilgangurinn er einfaldlega sá að minna þig á vitneskju hjarta þíns og hvetja þig til að lifa í samhljómi.
Nálgun mín er byggð á sjö skrefum til velsældar: Athygli, ábyrgð, tilgangi, heitbindingu, framgöngu, innsæi og þakklæti.
Mín ósk er sú að þú uppgötvir frjálsan vilja þinn og mætir inn í hann í fullri heimild og kærleika, að þú skiljir að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og að með því að elska þig og fyrirgefa þér breytirðu öllum heiminum – núna.