Upplifun manneskjunnar er sú að hún sjálf, með hugsunum sínum og tilfinningum, sé aðskilin frá öðrum hlutum Alheimsins – í eins konar skynvillu vitundarinnar. Þessi skynvilla fangelsar okkur; hún rýrir tilvist okkar niður í ástríðuna og kærleikann sem við finnum gagnvart þeim fáu ein staklingum sem standa okkur næst. Verkefni okkar hlýtur að vera að brjótast út úr þessu fangelsi og víkka út þá samkennd sem við búum yfir – þannig að innan hennar rúmist allar lifandi verur og náttúran í allri sinni heild og fegurð.
Albert Einstein
Þakklæti er líka að skilja með hjartanu og öllum frumum líkamans að höfnun er einfaldlega viðnám gagnvart augnablikinu. Flestir upplifa höfnun persónulega – þeir upplifa hana þannig að aðrir hafni þeim. En það er bara ekki hægt. Höfnunin liggur aðeins hjá okkur – hvergi annars staðar en í okkar eigin viðbrögðum og viðhorfum til eigin sjálfsmyndar. Höfnunin getur ekki verið persónuleg; annað fólk getur ekki hafnað þér því að höfnunin getur ekki komið frá öðrum en þér, því upplifunin er öll þín.
Rétt eins og þú getur aldrei orðið reiður út í neinn nema þig. Þeir sem þú velur að vera reiður við eru staðgenglar sem þú notar til að viðhalda blekk- ingunni og vörninni; staðgenglar sem þú þarft að nota því að skortdýrið vill alltaf vera fórnarlamb og ekki beina reiði í eigin garð.
Þú berð alltaf fulla ábyrgð á þínum tilfinningum.
Þegar þú hafnar þér ekki þá getur enginn annar hafnað þér. Þegar þú þakkar fyrir hvert augnablik án þess að dæma það muntu heldur aldrei upplifa neina höfnun.