VERTU TIL STAÐAR!
Sá sem nærist án vitundar er ekki að næra sig heldur að éta eða borða. Hann fyllir sig af orku, en orkan fer ekki í að kveikja ljós og ástríðu heldur næra skortdýrið og tilvist þess. Hann missir af matnum, bragðinu og áferðinni – hann tyggur illa og sendir matinn ótugginn ofan í maga. Hann missir líka af mikilvægum spurning- um um næringu: Hver er mín raunverulega orkuþörf? Hvenær finn ég raunverulega til hungurs?
Sá sem innbyrðir næringu með athygli breytir athöfn- inni í vitundaræfingu. Sá sem innbyrðir næringu nærir sig og færir sig nær sér.
Við borðum langt umfram orkuþörf – þess vegna verðum við þreytt eftir matinn, í staðinn fyrir að vera full af þeirri orku sem við vorum að innbyrða. Við leggjum svo mikið á okkur og magana okkar að lítil orka verður eftir til að lifa til fulls.