STREITA ER AÐÞRENGT HJARTA
Á þessum tímapunkti er mikilvægt að skilja að vonleysi, orkuleysi, áhugaleysi og allt sem við köllum samdrátt og neikvæðni byggist á því að okkur vantar að vera fullkomlega ábyrg, skapa sýn og tilgang og að við höfum ekki heitbundið okkur, ekki lofað okkur inn í það verkefni að lifa lífinu til fulls.
Mörg framkvæmum við sömu athafnirnar aftur og aftur og búumst við öðrum niðurstöðum.
Innst inni vitum við að við erum fjötruð af skortdýrinu; að í lífi okkar höfum við þróað með okkur fjölmargar leiðir til afþreyingar til að þola við í eigin návist.
Í þessu felst blekkingin – við viljum ekki vera eins og við erum, þar sem við erum, núna. Vegferðin hefst þegar þú ert tilbúinn að fyrirgefa þér!