Candida er eitt af vísindalegu nöfnunum yfir ger, en ger er ákveðið form af svepp. Mjög lítið magn af þessum sveppi er í munni og þörmum til að aðstoða við meltingu. En okkar lyfjainntaka, mataræði og umhverfi getur breytt jafnvægi candida sveppsins.
Þegar líkaminn fer að offramleiða sveppinn þá brýtur hann sér leið í gegnum veggi þarma og fer beint út í blóðsteymið þar sem hann losar svo kallað eitur sem getur orsakað það að maginn verður óþéttur (leaky gut).
Einkenni af ofvexti candida svepps geta verið allt frá meltingatruflunum til þunglyndis.
Þegar meðhöndla á candida ofvöxt þá þarf að hafa þetta í huga:
Fyrst þarf að svelta sveppinn, en candida sveppurinn þrífst afar vel á sykri, unnum matvörum og öllum mat sem inniheldur ger. Og af þessari ástæðu þarftu að taka allan sykur, unnin mat, áfengi, þurrkaða ávexti, ávaxtasafa og mat eins og mygluosta og edik já og meira að segja sveppi úr þínu mataræð.
Þegar búið er að taka til í mataræðinu þá viljum við vinna bug á candida sveppnum. Hægt er að gera það með lyfjum, en þú skalt ræða það við þinn lyfjafræðing eða lækni. Ef þú vilt ekki taka inn lyf þá eru uppástungur um þann mat sem getur aðstoðað þig hér fyrir neðan.
Og síðast en ekki síst þá þarf að byggja upp góðu bakteríurnar til að koma í veg fyrir frekari sýkingar. Þetta getur þú gert með því að taka inn flórubætandi lyf.
Í kókósolíu eru náttúrulegar fitusýrur sem kallaðar eru saprylic acid. Þessi sýra vinnur gegn candida sveppnum með því að gera göt á veggi sveppsins svo hann þrífst ekki og hverfur.
Í hvítlauk má finna efni sem heitir allicin og hefur þetta efni þau áhrif á candida sveppinn að hann lifir ekki lengi. Helst er að borða hvítlaukinn hráan og má nefna að hvítlaukur er besta meðalið gegn candida sýkingu.
Þetta er eina edikið sem þú mátt láta ofan í þig á meðan þú ert að losa þig við candida sýkinguna. Rannsóknir á eplaediki og áhrifum þess á candida eru ekki miklar, en það inniheldur ensími sem brýtur niður candida svepp.
Grænmeti af þessari ætt eru t.d brokkólí, rósakál, arugula og radísur. Í þessu í þessu grænmeti má finna efni sem heitir isothiocyanates og ræðst þetta efni á candida sveppinn.
Í engifer má finna gingerols og shogaols sem eru bólgueyðandi og vinna gegn sveppasýkingum. Þó engifer sé ekki það öflugasta í baráttunni við candida sveppinn þá styður það vel við lifrina á meðan líkaminn er að afeitra sig af sveppnum.
Olíur eins og ólífuolía, hörfræolía og primrósarolía innihalda polyphenols sem eru andoxunarefni og þau hjálpa líkamanum að berja frá sér candida sveppinn.
Negull er náttúrulega fullur af eugenol, en það er kraftmikil olía og afskaplega áhrifarík í baráttunni við candida sveppinn. Negulolíu má líka nota á sveppasýkingar á nöglum bæði á tám og fingrum.
Kanill vinnur gegn bólgum og sveppasýkingum. Kanill virðist virka vel í ef þú átt í baráttu við candida sveppasýkingu.
Villtur lax er afar góð uppspretta af omega-3 fitusýrunni sem er einnig þekkt fyrir að berjast gegn sveppasýkingum.
Sítrónur innihalda mikilvægar olíur en þessar olíur vinna gegn sveppasýkingum. Mikilvægi sítrónunnar í mataræðinu þínu er að hreinsa lifrina á meðan hún berst við að losa líkamann við candida sveppasýkinguna.
Heimild: eatlocalgrown.com