Ef þú ert djúsari þá ættir þú einmitt að nota lífrænt grænmeti og ávexti, það gerir drykkinn þinn enn hollari og þú getur verið viss um að hann er aukaefnalaus.
Það eru mörg efni sem geta unnið eins og andoxunarefni, þó eru þessi tvö aðalsmerki þeirra og er C-vítamín stundum kallað afi andoxunarefna, einnig er A-vítamín afar gott. Og má nefna beta-carotene og manganese. Rannsóknir hafa leitt í ljós að vöntun á andoxunarefnum eykur hættuna á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og sjónin getur versnað.
Og ekki má gleyma útlitinu, andoxunarefni gera kraftaverk fyrir útlitið, húðin þarfnast þess og er C-vítamín nauðsynlegt fyrir heilbrigt hár og neglur.
Þó svo að matur sem er ekki ræktaður lífrænt innihaldi minna magn en leyfilegt er af skordýraeitri þá er málið að ekkert skordýraeitur er betra, segir sig sjálft. Mörg skordýraeitur hafa verið tengd við ýmsa sjúkdóma eins og t.d parkinsons og krabbamein. Við eigum að geta fyllt líkama okkar af mat óhrædd um að hann sé mengaður.
Það er notalegt að vita að það sem þú ert að borða er nákvæmlega það sem þú vilt vera að borða. Lífrænan mat án aukaefna. Allt of oft má finna mat sem búið er að bæta í sykri, rotvarnarefni, litarefni eða bragðefni. Lestu bara utan á fernur af safa út í búð næst þegar þú ferð.
Á meðan þú ert að lifa eins heilbrigðu lífi og þú getur hvernig væri þá að aðstoða umhverfið í leiðinni? Lífræn ræktun notar ekki eins mikið af vatni og önnur ræktun og jarðvegurinn helst hreinn og án aukaefna. Þannig að þegar þú kaupir lífrænt ræktað þá ertu að gera gott fyrir þig og einnig fyrir umhverfið.
Þetta er auðvitað besta ástæðan til þess að borða lífrænt. Næringarefnin í lífrænt ræktuðu er hærri en í annars konar ræktun. Má nefna C-vítamínið góða, járn, magnesium og phosphorous.
Sumir sem rækta grænmeti og ávexti bæta við bakteríum og fleiri aukaefnum eins og skordýraeitri sem úðað er yfir akrana reglulega. Þessi efni hafa slæm áhrif á okkur og geta brotið niður heilbrigðar frumur.
Ferskur matur er bestur ekki satt? Og þar sem lífrænt ræktað er yfirleitt alltaf selt ferskt þá er best að nota það strax. Hvort sem þú ætlar að borða grænmetið og ávextina eða búa þér til dúndur drykk þá er lífrænt ætlað til neyslu samdægurs. Ef þú ert að fá þér grænmeti eða ávexti sem hefur verið í ísskáp eða í skál á borði í viku en lítur vel út þá getur þú verið viss um að það er ekki lífrænt. Forðastu það !
Heimild: mindbodygreen.com