Gróft korn er afar „heitt“ um þessar mundir hjá kokkum og næringafræðingum. Þessi korn eru margskonar, þau fylla magann og fylla þig af orku.
Þau eru full af vítamínum , steinefnum og andoxunarefnum.
Gróft korn er kallað „health protective“.
Að neyta þeirra lækkar líkur á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, krabbameini, sykursýki 2 og offitu, já ég sagði offitu.
Hér fyrir neðan eru 8 gróf korn sem að þú ættir að bæta í þitt mataræði og það strax.
Og fyrir ykkur sem eruð með Celiac sjúkdóm eða þolið ekki glúten að þá eru fyrstu sex glútenlaus.
Svört hrísgrjón
Svört hrísgrjón eru að birtast á matseðlum út um allt þessa dagana, þau eru borin fram með sushi og einnig kjöthleif. En auðvitað ansi mörgu öðru.
Hið náttúrulega litarefni sem gefur svörtum hrísgrjónum þennan lit er einstakt andoxunarefni sem er tengt við vörn gegn hjartasjúkdómum, krabbameini og offitu.
Ef þú berð saman brún hrísgrjón og þessi svörtu þá eru þau svörtu ríkari af bólgueyðandi efnum og einnig innihalda þau meira magn af járni og trefjum.
Kaniwa
Er frænka quinoa og inniheldur afar lík næringarefni – sem sagt ríkt af próteini, steinefnum og andoxunarefnum. Kaniwa eru helmingi minni en quinoa og eru því miklu fljótari að eldast. Það tekur um 15 mínútur að sjóða Kaniwa.
Eins og með quinoa þá má nota kaniwa á nákvæmlega sama hátt. Eldað, notað í boost, bætt í skyr eða jógúrt eða saman við salatið.
Sorghum
Er einnig kallað milo á uppruna sinn að rekja til Egyptalands og Afríku. Ekki bara er það næringaríkt heldur er það líka glútenlaust, auðmelt og þú er með fyllri maga lengur.
Teff
Þetta afríska korn er sennilega best þekkt sem aðal hráefnið í hinu götótta flatbrauði Eþíópíu. Þekkt fyrir hið sæta melassa bragð þá má nota teff í staðinn fyrir hafra í hafragraut. Í teff er þrisvar sinnum meira af kalki en í nokkru öðru grófu korni.
Bókhveiti
Þó það standi hveiti í nafni bókhveitis þá er það ekkert skilt hveiti á nokkurn hátt. Í raun er það flokkað sem gróft korn vegna þess hversu næringaríkt það er. Bókhveiti er skilt rabbabara og er náttúrulega glútenlaust.
Millet
Þetta litla egglaga korn er mikið notað í Indlandi. Þetta er gróft korn sem er ríkt af andoxunarefnum og steinefnum eins og kopar, magnesíum, manganese og fleirum.
Rúgmjöl – rúgur (ekki glútenlaust)
Fyrir utan rúgbrauðið sem allir þekkja að þá eru fleiri leiðir til að njóta rúgs. Það er gott í bakstur, má skipta út fyrir hafra og getur verið notað í staðinn fyrir hrísgrjón.
Barley (ekki glútenlaust)
Þú kannski kannast við að hafa borðað barley í súpum en þetta grófa korn má nota á svo margan annan máta. Barley er eitt elsta kornið, það var notað í Egyptalandi og hafa leifar af því fundist í pýramídunum. Egyptar neyttu barley í lækningarskyni. Þetta korn hefur sýnt að það lækkar kólestrólið og er jafnvel betra en hafrar í því sambandi. Þetta korn er einnig afar gott í magann því það inniheldur góðar bakteríur sem að maginn þarf nauðsynlega á að halda.
Heimild: news.health.com