Borðaðu eins og þú elskir líkamann. Mataræði sem inniheldur réttu kolvetnin er lykillinn að jafnvægi í þyngd. Það eru ótrúlega margir kúrar sem allir eiga að létta þig á nokkrum dögum en flestir þessara kúra eiga það sameiginlegt að kippa út heilu fæðuflokkunum eða snúast um að djúsa allan liðlangan daginn.
Ekki misssa þig í kjúkling og eggjahvítum
Hundruðir rannsókna við virta háskóla hafa sýnt fram á að flókin kolvetni og trefjar styðja þig í að borða minna, brenna fleiri hitaeiningum og halda streitunni í skefjum. Hættu svo að hlusta á þessa gúrúa sem allir hafa eitthvað að selja og leyfðu þér að vera til og borða eins og þú elskir líkamann.
Hljómar þetta of vel til að vera satt? Hérna eru 6 sannreyndar ástæður fyrir því að halda grófa brauðinu inni.
Rannsóknir sýna:
- að þegar kolvetni eru 64% af heildarhitaeiningafjölda þá eru mestu líkurnar á að halda kjörþyngd
- að konur sem borðuðu mat sem innihélt trefjar, borðuðu að jafnaði 10% minna daginn eftir
- að trefjar slá á svengd
- að trefjar hjálpa þér að halda blóðsykri í jafnvægi
- að trefjar auka brennslu og varðveita vöðvamassa
- að trefjar draga úr fitumyndum
Ekki afsökun fyrir því að missa þig í hvíta brauðinu
Vertu stillt, þetta er ekki afsökun eða ástæða til að missa sig í hvíta brauðinu því málið snýst um trefjar og sterkju. Borðaðu gróft brauð og heilkorna brauð, fræ og linsur, kartöflur, græna banana og heilhveitipasta.
Þarna hefur þú það; pastasalatið og kornbrauðið er bara gott fyrir þig svo láttu það eftir þér.
Höfundur: