Ný rannsók er að sýna fram á að Omega-3 er afar gott fyrir börn og bætir svefn þeirra til muna.
Fengin voru 362 börn til að taka þátt í þessari rannsókn. Foreldrar voru fengnir til að svara könnun áður en rannsóknin hófst. Úr þessari könnun kom fram að fjögur af hverjum tíu börnum eiga við svefnvandamál að stríða.
Börnunum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk omega-3 og hinn fékk lyfleysu. Börnin sem fengu omega-3 bætiefnið sváfu að meðaltali um klukkutíma lengur og vöknuðu sjö skiptum sjaldnar en þau börn sem fengu lyfleysuna.
Eldri rannsóknir hafa sýnt að samhengi er milli svefnvandamála og omega-3 og omega-6 fitusýru hjá ungabörnum, börnum og fullorðnum sem eiga við hegðunarvandamál að stríða, einnig lærdómsvandamál.
Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem að svona rannsókn er gerð á heilbrigðum börnum.
Niðurstaðan er þessi: Með því að hækka magn omega-3 í blóði, verða svefn og svefnvenjur barna betri.
Þessi rannsókn var birt í the Journal of Sleep Research.
Paul Montgomery hjá Oxford Háskóla segir að það sé áhyggjuefni að fjögur af hverjum tíu börnum eigi við svefnvandamál að stríða, en að ýmis efni sem verða til í líkamanum vegna inntöku á omega-3 og omega-6 hjálpi til við að ná tökum á svefnvandamálum hafi löngum verið þekkt.
Heimildir: financialexpress.com