Hérna eru nokkur góð ráð til að reyna að sporna við meltingatruflunum. Og gott að lesa yfir þetta svona rétt áður en við förum að raða í okkur reyktu kjöti og öllu tilheyrandi.
Borðaðu heimalagaðan mat.
Að elda á að vera skemmtilegt en ekki einhver kvöð. Fáðu alla fjölskylduna til að taka þátt í að elda matinn og prufa nýjar uppskriftir. Að hugsa um matinn, sjá hann og finna ilminn á meðan verið er að gera klárt og elda undirbýr líkamann fyrir meltinguna. Það þekkja allir það að fá vatn í munninn þegar ilmur úr eldhúsinu er afar lokkandi.
Mundu að tyggja matinn vel.
Meltingin byrjar í munninum þannig að tyggja matinn vel er mikilvægt. Maturinn fer ofan í maga í smærri bitum og blandast betur saman við munnvatnið og ensímin í maganum.
Borðaðu smærri skammta.
Ekki borða yfir þig. Að borða smærri skammta og þá oftar hjálpar meltingunni mikið. Þá verður ekki þetta álag á meltinguna sem að stór máltíð getur ollið. Ekki borða mikið seint á kvöldin því það er betra að vera búin að melta matinn áður en farið er að sofa.
Sestu niður þegar þú borðar.
Að sitja með fjölskyldunni við matarborðið er góð regla. Ekki borða fyrir framan sjónvarpið. Gott er að hafa rólegt andrúmsloft við matarborðið og jafnvel kveikja á kertum.
Ekki borða þegar þú ert stressuð eða kvíðin.
Stress, kvíði og þunglyndi draga úr framleiðslu á magasýrum. Þetta gerir meltinguna afar erfiða. Og þegar meltingin er slæm þá ertu ekki að ná þeim næringarefnum úr matnum sem að líkaminn þarf og ert komin í hálfgerðan vítahring.
Meira um þetta má svo lesa á besthealthmag.ca