Ég hafði enga rosalega orku til að koma mér í gegnum daginn, en með allar þessar auglýsingar í sjónvarpinu um orkudrykki, því ameríkanar greinilega þurfa á þeim að halda, þá sá ég að ég var ekki ein um að þjást af orkuleysi. Og jú, auðvitað kveið fjölskyldan mín tímabils flensa og kvefs og allir voru voða mikið að spá í sýkla og að passa sig á að ná sér ekki í neina pest.
Eða þetta var það sem ég hélt, þangað til ég heyrði afar óþæginlegar upplýsingar um sykur og hvað hann er að gera okkur.
Samkvæmt nokkrum sérfræðingum, þá er það sykurinn sem er að gera svona marga ameríkana feita og veika. Þeim mun meira sem ég spáði í þessu, þá fór að vera meira og meira vit í þessu. Einn af hverjum sjö bandaríkjamönnum er með efnaskipta heilkenni.
Einn af hverju þrem bandaríkjamönnun er í mikilli yfirþyngd. Sykursýki hefur aldrei verið meiri hjá fólki og einnig alvarlegir hjartasjúkdómar.
Samkvæmt þessari kenningu eru öll þessi mein og fleiri hægt að rekja beint til eins efnis sem allir nota daglega og það er SYKUR.
Ég tók allar þessar nýju upplýsingar og fékk hugmynd. Ég vildi sjá hversu erfitt það væri fyrir mig, eiginmanninn og okkar tvö börn sem eru 6 og 11 ára að taka heilt ár í að neyta ekki sykurs í nokkru formi.
Við tókum út allt sem var sykurbætt, borðsykurinn, hunang, sýróp, agave og ávaxtasafa. Einnig tókum við allt út sem er með sætuefnum. Það fór allt út nema það sem að er með náttúrulegum sykri eins og ávextir.
Þegar við fjölskyldan fórum að skoða það sem við áttum í skápunum, þá fundum við sykur í ótrúlegustu matvörum, t.d tortilla, pylsum, kjúklingasoði, salat dressingum, kexi, majonesi, beikoni, brauði, já og meira að segja í barnamat.
En hvers vegna að bæta öllum þessum sykri við allt? Jú, til að gera matinn meira aðlaðandi, hann á að endast betur upp í skáp og matur í pökkum er ódýrari.
Þið getið kallað mig “kreisí” en að forðast viðbættan sykur í heilt ár var fyrir mér eins og ævintýri. Ég var ofsalega forvitin um hvað myndi gerast. Ég vildi vita hversu erfitt það yrði og hvaða áhugaverðu hlutir myndu gerast. Einnig var ég spennt að sjá hvernig innkaupin myndu breytast.
Eftir að ég hafði kynnt mér málið enn betur þá var ég sannfærð um það að fjarlægja sykur myndi gera okkur fjölskylduna miklu heilbrigðari.
En það sem ég átti ekki von á var það að borða engann sykur lét mér líða miklu betur.
Það var lúmskt en sjáanlegt: Þeim mun lengur sem ég var án þess að neyta sykurs þeim mun meiri orku fann ég hjá sjálfri mér. Og hafi ég verið í vafa um að þessi aukna orka hefði með sykurleysið að gera þá gerðist svolítið sem sannaði fyrir mér að ég hafði rétt fyrir mérm en það var á afmælisdaginn hjá eiginmanninum.
Í þetta ár sem að við vorum án sykurs þá var sú regla að við máttum fá okkur einn eftirrétt sem innihélt sykur, í mánuði. Ef það var þitt afmæli þá máttir sá eða sú velja eftirréttinn. Þegar september kom að þá tókum við eftir því að bragðskynið okkar var byrjað að breytast og hægt og rólega fórum við að njóta okkar mánaðarlega deserts minna og minna.
Þegar við borðuðum afmælistertuna sem að eiginmaðurinn hafði valið fyrir sitt afmæli, en þetta var banana rómaterta, sá ég að eitthvað nýtt var að gerast. Ég naut alls ekki að borða mína sneið af kökunni og gat ekki klárað hana. Mér fannst hún svo sæt á bragðið. Hún í rauninni meiddi á mér tennurnar. Höfuðið á mér byrjaði að þyngjast og hjartað fór á fullt. Mér leið ömurlega.
Það tók mig góðan klukkutíma að jafna mig á sófanum áður en ég náði mér eftir þessa kökusneið. Vá, hugsaði ég, hefur sykur virkilega verið að láta mér líða illa allan þennan tíma en ég aldrei tekið eftir því?
Þegar sykurlausa árið var liðið tók ég saman þá daga sem að börnin höfðu verið veik frá skóla og bar það saman við fyrri ár. Munurinn var vægast sagt ótrúlegur. Eldri dóttir mín, Greta fór úr því að missa úr 15 daga niður í 2 daga.
Núna er sykurlausa árið liðið og við leyfum okkur einstaka sinnum smá sætindi en við borðum þau ekki á sama hátt og við hefðum gert. Við viljum alls ekki mikinn sykur því okkur finnst allt svo rosalega sætt.
Líkaminn minn virðist vera að þakka mér fyrir þetta. Ég hef ekki lengur áhyggjur af orkuleysi. Og þegar flensutíðin kemur þá erum við alveg róleg.
En ef við náum okkur í pest, þá erum við miklu betur undir það búin en við vorum áður. Við veikjumst afar sjaldan en gerist það, þá erum við veik í mjög stuttan tíma.
Og það sem er að koma svo skemmtilega á óvart núna eftir sykurlausa árið er að við erum öll heilbrigðari og sterkari.
Heimild: shine.yahoo.com