Næringarráðgjafar skilja að þetta er eins og frumskógur þarna úti og þú átt eflaust í erfiðleikum með að fylgjast með hvaða matur lækkar blóðþrýsting og hvaða matur getur aukið á áhættuna á krabbameini. En lykillinn að þessu er hófsemi.
Næringarráðgjafar hafa þekkinguna og reynsluna á að þekkja á milli staðreynda og kjaftæðis þegar kemur að upplýsingum um mat.
Hérna að neðan eru nokkur ráð frá næringarráðgjafa sem við eigum samt öll að vita.
Mikilvægasta máltíð dagsins..blah blah blah heyrist þá í þér. Fyrst þetta er mikilvægasta máltíð dagsins, afhverju erum við þá ekki öll að raða í okkur hollum morgunverði alla morgna?
Það er búið að rannsaka mikilvægi morgunverðarins, og þegar ég kynni morgunverð sem er við hæfi til manneskju sem borðar aldrei morgunverð en er samt að reyna að léttast að þá fæ ég oft ekki jákvæð viðbrögð. Í níu af hverjum tíu skiptum þá fara þessir aðilar, sem byrja að borða morgunverð á hverjum morgni að missa kíló eftir kíló og þeim líður betur yfir daginn og hafa ekki stöðuga nart-þörf.
Ef farið er og verslað á tóman maga þá getur þú verið viss um að innkaupin eru mikil óhollusta. Að borða vel áður en matarinnkaupin eru gerð gera sykursæta kleinuhringi og aðra óhollustu ekkert freistandi.
Og nei, ég fer ekki að troða í mig fullri skál af pasta með hvítu brauði á hverju kvöldi. En ¼ af hádegisverði og kvöldverði eru kolvetni. Restin á disknum mínum saman stendur af grænmeti, fiski eða kjúkling.
Vinir mínir spyrja mig oft með hryllings svip: “ekki borðaru hráfæði eða Paleo”. Það eru engar sannanir á bakvið þessi hugtök og í flestum tilvikum orsaka þau næringarskort.
Á meðan mikið af unnum mat er hár í fitu, salti og sykri að þá á það ekki við um allan fyrirfram unnin mat. Má nefna tilbúna “low fat” túnfisksamloku eða kjúklingavefju. Þetta er t.d tvennt sem ég gríp oft þegar ég er að flýta mér.
Ég þekki mína veikleika. Ef að pakki af digestive kexi er inni í skáp þá gæti ég átt það til að borða hann allann. Ég hitti allt of mikið af fólki sem heldur að kex, kökur, kartöfluflögur og súkkulaði eigi heima á innkaupalistanum. Ég mæli með að það sé valið eitt af þessu og sett á vikulega innkaupalistann og þú mátt svo verðlauna þig með því á nammidaginn.
Sum ykkar breytast ekki í skapvonda grýlu þegar þið hafið ekki fengið að borða í 3 tíma eins og ég. Ég mæli með að hafa með sér ávöxt eða lítinn poka af hnetum í töskunni. Einnig er gott að eiga bollasúpur í vinnunni. Fyrir ykkur sem eruð í átaki að þá mæli ég með því að þið farið ekki yfir 100 kalolíu markið í smá nart-kasti.
Mjólk, egg og úrval af grænmeti. A + B + C = heimsins einfaldasta ommiletta. Ef þú hefur verið að borða of mikið af eggjum undanfarið og ert að passa uppá kolestólið þá sleppiru bara eggjarauðunni.
Staðreynd: næringarráðgjafar stúdera mat af því þeir elska það. Við lifum og öndum mat og erum afar oft fyrst til að stökkva af stað og prufa nýja veitingastaði og kaffihús. Og já, þið heyrðu það fyrst hér, við pöntum ekki alltaf salatið.
Þetta sama á við um næringarráðgjafana sem ég þekki. Þegar vinnudegi líkur þá fer ég í spinning eða út að hlaupa. Hollt fæði skiptir miklu máli og það gerir hreyfingin einnig.
Heimildir: huffingtonpost.co.uk