Ketómataræðið, eða bara „ketó“, er lágkolvetna- og fituríkt mataræði sem hefur verið notað áratugum saman til að meðhöndla ákveðna sjúkdóma. Það var notað í byrjun 20. aldar til að meðhöndla sykursýki og árið 1920 var það nýtt sem árangursrík meðferð við flogaveiki hjá börnum, þar sem lyf virkuðu ekki sem skyldi.
Ketómataræðið hefur verið prófað undir ströngu eftirliti heilbrigðisstarfsmanna, til að meðhöndla krabbamein, sykursýki, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS) og Alzheimers
Það er þó ekki fyrr en í lok síðustu aldar, þegar lágkolvetnakúrar fara að verða vinsælir, að ketómataræðið nær að fanga athygli fólks sem vill ná að grennast. Um 1970 nær Atkins mataræðið (próteinríkt lágkolvetnafæði) miklum vinsældum og margir byrja að nota það til að léttast. Í dag eru önnur þekkt lágkolvetnamataræði Paleo, South-Beach og Dukan. En þau eru öll há í próteinum og með fitu í meðallagi.
Það sem skilur ketómataræðið frá þessum lágkolvetnamataræðum er hversu fituríkt það er, eða allt að 70-80% af heildar hitaeiningum, en þó aðeins í meðallagi með próteinin.
Forsendur þess að ketómataræðið virki til þyngdartaps, er að svelta líkamann af glúkósa (einsykra, kolvetni) – sem er aðal uppsprettu orku allra fruma líkamans. Með því neita líkamanum um nær öll kolvetni fer líkaminn að framleiða ketóna úr fituforða líkamans, en þau geta frumur líkamans nýtt sem orku þegar glúkósa nýtur ekki við. Frá þessum ketónum er nafnið á mataræðinu dregið.
Heilinn þarf stöðugt magn af glúkósa (kolvetna), eða um 120 grömm á dag, því hann getur ekki geymt glúkósa (eins og vöðvar og lifur geta). Meðan á föstu stendur, eða þegar mjög kolvetnaskert fæði er borðað, nýtir líkaminn fyrst kolvetni frá lifur og tímabundið eru nýtt kolvetni frá vöðvum. Ef að þetta ferli heldur áfram og líkaminn er kolvetnasveltur í 3-4 daga og tæmir allar sínar kolvetnabirgðir þá lækkar hormónið insúlín (insúlínið hjálpar til við að koma glúkósa inn í frumur) og líkaminn fer að nota fitu sem sitt aðal eldsneyti. Lifrin fer því að framleiða hina fyrrnefndu ketóna (e. ketone bodies) úr fitu, sem hægt að nota sem orku í stað glúkósa.
Þegar ketónarnir safnast upp í blóði, á ketósa (e.ketosis) sér stað. Heilbrigðir einstaklingar upplifa væga ketósu þegar fastað er, t.d. við nætursvefn eða mikla líkamlega áreynslu.
Fylgjendur ketómataræðisins segja að ef mataræðinu sé því fylgt vandlega ætti blóðþéttni ketóna ekki að komast á hættulegt stig (þekkt sem „ketónblóðsýring“ e. ketoacidosis) þar sem heilinn notar ketóna sem eldsneyti og heilbrigðir einstaklingar munu venjulega framleiða nóg insúlín til að koma í veg fyrir óhóflegt magn ketóna myndist.
Hversu fljótt ketóástand myndast í líkamanum og fjöldi ketóna í líkamanum er mjög einstaklingsbundið og fer eftir fituprósentu og grunnefnaskiptum (e. resting metabolic rate).
Of mikið af ketónum í líkamanum geta valdið hættulega súru blóðgildi, sem kallast ketónblóðsýring. Við ketónblóðsýringu fara nýrun að útskilja ketóna og vökva í þvagi, sem veldur vökvatengdu þyngdartapi. Ketóblóðsýring kemur oftast fram hjá einstaklingum með sykursýki týpu 1, því að þeir framleiða ekki insúlín, hormónið sem kemur í veg fyrir of mikið af ketónum safnist fyrir í blóðinu. Hinsvegar hefur hafa komið upp tilvik ketóblóðsýringar hjá einstaklingum án sykursýki sem fylgdu lágkolvetnamataræði.
Það er ekki til neitt eitt „staðlað“ ketómataræði með tilteknu hlutfalli orkuefnanna þriggja; kolvetna, próteina og fitu. Algengast er að heildarmagn kolvetna sé minna en 50 g á dag (minna en magnið í einni brauðbeyglu), hins vegar getur kolvetnamagnið farið niður í um 20 gr á dag. Almennt er þó að meðaltali ráðlagt að borða um 70-80% heildarorkunnar úr fitu, 5-10% úr kolvetnum og 10-20% úr próteinum.
Fyrir meðalmanneskju, sem þarf um 2000 hitaeingar (kkal) á dag, þá eru þetta 165 g fita, 40 g kolvetni og 75 g prótein. Próteinmagnið á ketómataræðinu er miðlungs miðað við önnur lágkolvetna-, próteinríkmataræði, vegna þess að ofgnótt af próteinum getur komið í veg fyrir að hið ákjósanlega ketóástand myndist. Amínósýrur, sem eru byggingareiningar próteina, geta umbreyst í glúkósa þegar vöntun er á honum í líkamanum, því er mikilvægt að halda próteinum lágum til að skapa ketóástand, en þó ekki það lágum að gengið sé á vöðvamassann.
Það eru til margar útgáfur af ketómataræðinu, en þær eiga það allar sameiginlegt að útiloka kolvetnaríkar matvörur. Margar þessar matvara eru augljósar eins og sterkjur úr fínunnu korni og heilkornavörum eins og brauði, morgunkorni, pasta, hrísgrjónum, kökum, kartöflum, maís, ávaxtasafa og sterkjuríkju grænmeti eins og rófum og gulrótum.
Aðrar matvörur eru ekki eins augljósar eins og baunir, belgjurtir og flestallir ávextir. Flestar útgáfur af ketómataræðinu leyfa matvörur sem eru ríkar af mettaðri fitu eins og feitu kjöti, unnar kjötvörur og smjör. Matvörur sem eru ríkar af fjölómettuðum fitusýrum eru einnig leyfðar s.s. hnetur, fræ, avókadó, jurtaolíur, lýsi og feitur fiskur. Listar með leyfilegum matvörum í ketómataræði eru mjög mismunandi og stangast stundum á við hvorn annan.
Leyfilegt:
Flest ketómatarprógrömmin benda fólki á að fylgja mataræðinu þar til ákjósanlegri þyngd er náð. Þegar ákjósanlegri þyngd er náð er ráðlagt að fylgja ketómataræðinu í nokkra daga í viku eða nokkrar vikur í mánuði, þar sem kolvetnaríkara fæði er leyfilegt á hinum dögunum.
Sýnt hefur verið fram á að ketó mataræðið stuðlar að bættum efnaskiptum til skamms tíma. Ásamt þyngdartapi hafi aðrir heilsufarslegir þættir aukinnar þyngdar bæst s.s. insúlínviðnám, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról og þríglýseríð.
Það er einnig vaxandi áhugi á notkun á lágkolvetnamataræðis, þar með talin ketó, til að meðhöndla sykursýki týpu 2. Nokkrar kenningar eru á lofti um það hvernig ketó mataræði stuðlar að þyngdartapi, þó að þær hafi ekki verið sannaðar einhlýtt í rannsóknum, sjá hér að neðan:
Fyrirliggjandi rannsóknir á ketómataræði til þyngdartaps er því miður enn takmarkaðar. En þetta er vinsælt mataræði í dag og það er vonandi að vísindasamfélagið seti enn meiri kraft í að rannsaka ketómataræðið út frá öllum vinklum.
Ketómataræði getur verið góður kostur fyrir þá sem hafa átt erfitt með þyngdartap með öðrum aðferðum. Nákvæmt hlutfall fitu, kolvetna og próteina sem þarf til að ná heilsufarslegum ávinningi er breytilegt hjá einstaklingum vegna líkamssamsetningar, hreyfingar og erfða. Þess vegna er mælt með því að ráðfæra sig við lækni og næringarfræðing ef einhver kýs að byrja á ketó. Þetta er mikilvægt til þess að fylgjast náið með lífeðlisfræðilegum breytingum eftir að mataræði hefst og að búa til mataráætlun sem er sniðin heilsu og lífi viðkomandi einstaklings og til að koma í veg fyrir næringarskort eða önnur heilsufarsvandamál.
Næringarfræðingurinn getur einnig skipulagt hvernig hægt er að koma kolvetnum smátt og smátt aftur inn í mataræðið án þess að það auki matarlyst eða þyngi viðkomandi einstakling.
Perónuleg skoðun undirritaðs sem næringarfræðings er þó að . . . LESA MEIRA