Stevia bætir ekki kaloríum í þann mat eða drykk sem henni er bætt saman við, ólíkt öðrum sykur eftirlíkingum. Stevia er unnin úr plöntu.
Steviu plantan er úr ætt körfublóma og þar af leiðandi skyld dasiy og ragweed. Nokkrar tegundir af stevia sem kallaðar eru "candyleaf" eru frá New Mexico, Arizona og Texas.
En verðlauna tegundin Stevia rebaudiana (Bertoni), vex í Paraguay og Brasilíu, þar sem fólk hefur notað laufin af henni í hundruði ára. Bæði í læknisfræðilegum tilgangi eins og að meðhöndla bruna á húð, magakveisur og stundum sem getnaðarvörn.
Í dag er stevia hluti af markaði sem framleiði sykur-eftirlíkingar.
En hvernig virkar stevia?
Stevia inniheldur engar kaloríur en er 200 sinnum sætari en sykur í sama magni. Sumar rannsóknir segja að stevia hafi einnig góð áhrif á heilsuna.
Er stevia örugg?
Spurningin er, er stevia örugg í neyslu í miklu magni? Þá veltur upp önnur spurning, hvað áttu við með "stevia"?
Í Bandaríkjunum hjá Food and Drug Administration (FDA) er ekki enn búið að samþykkja stevialaufin né stevia extracts til notkunar sem sætuefni. Rannsóknir á stevia í þessu formi vekur upp áhyggjur varðandi blóðsykur og áhrif á hjartað.
En FDA í Bandaríkjunum hefur samþykkt að nota megi eitt eingangrað efni úr stevia í mat og er það efni flokkað sem "venjulega þekkt sem öruggt".
Það eru áhyggjur í kringum notkun á stevia. Hún getur orsakað lágan blóðþrýsting. Stevia getur einnig haft áhrif á mörg önnur lyf eins og t.d lyf við sveppasýkingum, krabbameini, getur lokað á kalk inntöku í líkamann, lyf sem lækka kólestról, frjósemislyf og fleiri.
Ef þú vilt frekari upplýsingar um stevia þá skaltu lesa um það HÉR.
Heimildir: livescience.com