Borða meira af grænmeti og ávöxtum
Jú við erum ekki alveg með besta og mesta úrvalið hérna á Frónni ....en þá bara reyna vanda sig við valið.
Og prufa nýtt grænmeti og ávexti í hverri verslunarferð.
Góðan daginn.
Já þessi mynd er eitthvað .
Við erum komin svo langt frá grunninum.
Prufaðu að byrja elda frá grunni.
Og allt í einu verða skáparnir þínir með pláss fyrir allskonar.
Því öll sósu bréfin og allar þessar unnu matvörur sem þú kaupir og raðar inn í skápana og geymir jafnvel í marga mánuði "Hvaða er það"
Þegar að fæðan okkar er hrein og ekki búið að sprauta til og bragðbæata með heilum helling af E-efnum er allt önnur líðan í boði.
Líkaminn svarar fyrir sig
Það er oft hægt að gera flókna hluti á svo einfaldan hátt.
Sleppa unnum matvörum .
Kaupa frekar hreint kjöt og skera niður sem álegg.
Nú eða bara sleppa
Borða meira af grænmeti og ávöxtum
Jú við erum ekki alveg með besta og mesta úrvalið hérna á Frónni ....en þá bara reyna vanda sig við valið.
Og prufa nýtt grænmeti og ávexti í hverri verslunarferð.
Ótrúlega margt til sem hægt er að gera veislumat upp úr í grænmetisdeildinni.
Nota kryddjurtir
Hvítlauk, Turmenik, engifer, lime, sítrónu og allt þetta ferska sem krydd.
Vanda sig með saltneysluna og velja gott salt.
Þetta er svo lítið mál :)
Virkar vesen og vandræði.
En þetta er kílóa "killer"
Aukakílóin eru ekki hrifin af svona ferksmeti og hreinum mat.
Og ef þú bætir við hreyfingu þá er eiginlega þannig komið fyrir þeim aukakílóum að þau yfirgefa svæðið og skella hurðum .
Eigið góðan dag.