Joð er eitt af lífsnauðsynlegum steinefnum sem við þörfnumst. Í líkamanum eru um 20-50 mg af joði og fyrirfinnst það aðallega í skjaldskirtlinum. Joðskortur er útbreiddur víða um heim og telst til alvarlegra heilsufarsvandamála, af því hann getur bæði haft áhrif á andlegan og líkamlegan þroska.
Lágt hlutfall joðs orsakar þreytu, þunglyndi og heilaskemmdir. Jafnvel snemma á ferlinu sem að joð skortur er orðinn alvarlegur lækkar greindarvísitalan um allt að 15 stig.
Það er margt sem verið er að neyta í dag sem hindrar inntöku joðs og má þar nefna t.d flúorbætt vatn og sojaríkt mataræði. Talið er að um 43% af fólki í heiminum sé í alvarlegir hættu á joð skorti.
Ófrískum konum og konum með barn á brjósti er ráðlagt að huga að nægri joðneyslu þar sem joð hefur gríðarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barns þeirra. Alvarlegur joðskortur getur leitt til dvergvaxtar (kretínisma) hjá börnum.
Joð er steinefni. Steinefni sem er nauðsynlegt fyrir eðlileg efnaskipti líkamans, vöxt og þroska þar sem það skipar stóran þátt í starfssemi skjaldkirtils.
Joð er partur af skjaldkirtilshormónunum triodothyronine og thyroxin sem ákvarða efnaskiptahraða líkamans. Hraði efnaskipta líkamans hefur áhrif á umbrot þeirra fæðu sem við neytum í orku í líkamanum og hefur einnig áhrif á það hvernig þessi orka er notuð í líkamanum og í hvað.
Þessir skjaldkirtilshormónar hafa áhrif á vöxt og viðhald allra líffæra líkamans og sér í lagi heilans, kynlíffæri, taugaboðefni, bein, húð, hár, neglur og tennur. Þeir gegna einnig hlutverki í framleiðslu próteina, kólestrólmyndum og upptöku kolvetna.
- Stækkaður skjaldkirtill
- þreyta
- Aukin næmni fyrir kulda
- Rýrnun vöðvamátt
- Þyngdaraukning
- Gróf húð
Mest finnst af joði í fiski (bæði ferskum og þurrkuðum) og öðru sjávarfangi, sérstaklega þangi og þurrkuðum sölvum. Joðmagn annarra fæðutegunda fer t.d. eftir fóðri dýranna og jarðveginum sem plönturnar eru ræktaðar í. Hér á Íslandi er t.d. mjólk tiltölulega joðrík vegna nálægðar kúnna við sjó og sjávarloftið. Úti í heimi, á svæðum þar sem joðskortur er landlægur, er joðbæting með matarsalti algeng aðferð til að auka joðneyslu.
- Saltvatns- og sjávarfiskur
- Sjávarfang
- Þari
- Mjólk
- Mjólkurafurðir (hreinar afurðir, lítið unnar, án viðbætts sykurs/sætuefna)
- Egg
- Grænmeti ræktað í joðríkum jarðvegi (við sjávarmál, íslensk framleiðsla góð)
- Laukur
Ákveðnar fæðutegundir hindra upptöku joðs í líkamanum.
- Grænkál
- Blómkál
- Jarðhnetur (peanuts)
- Sojabaunir og sojaafurðir
Langvarandi ofneysla á joði getur valdið joðeitrun og skaðað skjaldkirtilstarfsemina og það getur síðan leitt til ýmissa einkenna, m.a. að fólk fitni. Efri mörk joðneyslu eru 600 µg á dag. Mörkin eru lægri fyrir börn.
Nægilegt joð fæst með því að borða fisk nokkrum sinnum í viku og neyta mjólkurvara daglega. Joðbætt matarsalt getur bætt joðneyslu þeirra sem hætt er við joðskorti, t.d. ungra stúlkna. Athuga þarf joðmagn fæðubótarefna vel.
Heimildir. Landlaeknir.is