Með því að borða svona reglulega þá viðhöldum við brennslu í líkamanum og freistumst síður til að fá okkur eitthvað óhollt milli mála þar sem við líkaminn nær ekki að verða of svangur.
Morgunmatur kl 7-8.
Seinni morgunmatur kl 10.
Hádegisverður kl 12.
Síðdegismatur kl 15
Kvöldmatur kl 19
Þrátt fyrir að þú finnir ekki fyrir miklu hungri klukkan 10 og 15 er miklu betra að fá sér eitthvað þó það þurfi ekki að vera mikið. Einn banani gæti sem dæmi verið alveg nóg.
Líkaminn þarf að fá tíma til að venjast því að fá að borða á þessum aukatímum. Þegar við höfum borðað svona reglulega í einhvern tíma fer líkaminn að búast við matnum og við verðum frekar svöng. Það segir okkur er brennsla líkamans sé orðin meiri og stöðugri. Líkaminn hættir að fara í sparnaðargírinn og aukakílóin hlaðast síður upp.
Kannski erum við ekki með hugmyndarflug um hvað við eigum að fá okkur klukkan 10 og 15. Þá gætu skyr eða jógúrtdrykkir verið góð hugmynd. Ég mæli frekar með þeim sem eru ekki með viðbættum sykri. Ávextir og grænmeti (banani, epli, appelsína, rófur, gulrætur o.þ.h.), hrökkbrauð eða tekex (ekki sykruð kex).
Þú þarft ekki að hafa þá afsökun að þú hafir ekki tíma til að borða á þessum tíma.
Það tekur enga stund að grípa svona fæði sem ekki þarf að undirbúa.
En það þarf skipulagningu. Það þarf að muna að kaupa þetta og taka með sér í vinnuna. Þetta kemst svo fljótt upp í vana.
Ef svengdin er samt að segja til sín þegar þú kemur heim eftir vinnu þá er ráð að stækka máltíðina klukkan 15. Þá dugar það fram að kvöldmat og sætindin sem til eru í skápnum heima verða síður freisting. Nú svo er auðvitað besta leiðin til að freistast ekki í sætindin, að kaupa þau ekki.
Heimildir: islenskt.is