Matar – Æði er námskeið sem varpar ljósi á nokkur lykilatriði þegar kemur að því að takast á við mataræðið og þyngdarstjórnun í eitt skipti fyrir öll. Í allri umræðu um þyngdarstjórnun og stjórnleysi í mataræði er lögð mikil áhersla á aðferðir sem virðast ekki gagnast mörgum og hafa litlum árangri skilað þegar á heildina er litið. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á nýja nálgun sem leið til þess að þú getir lifað ánægjulegu lífi, sátt/ur við sjálfan þig og mataræðið.
Á námskeiðinu verða 4 lyklar afhjúpaðir sem hafa mikil áhrif á árangur með þyngdarstjórnun og mataræði almennt. Samhliða því verður eftirfarandi spurningum velt upp ásamt ýmsum öðrum atriðum í tengslum við mataræði, hreyfingu og aukakílóin.
Matar – Æði er hnitmiðað og hressandi námskeið, stútfullt af góðum fréttum fyrir þig. Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi, sem hefur í fjölda ára starfað á heilsutengdu sviði í formi þjálfunar og ráðgjafar í tengslum við mataræði, hreyfingu og fíknitengd vandamál. Valdimar er meðal annars með BA menntun í félagsráðgjöf og einkaþjálfunargráðu.
Námskeiðið er um 1,5 klst og verður haldið þriðjdaginn 7. október klukkan 19:30 – 21:00
Verð 4.900 – takmarkað sætaframboð. Skráning „HÉR„