En þetta er ekki bara um það hvað þig langar í, heldur hvað líkaminn er að kalla á.
Næringarfræðingar segja að það er ekki endilega maturinn sem þú vilt borða akkúrat núna heldur eru það næringarefnin sem eru í þeim mat sem þú ert sjúk í á þeim tímapunkti.
Hér að neðan eru matarlanganir sem koma á óvart og hvað þær eru að kalla á fyrir líkamann.
Pizza – þig vantar orku.
Skortur á orku getur ekki alltaf verið bættur með sykri því stundum kallar líkaminn á vel hnoðað deig sem bakað hefur verið í 10 – 15 mínútur á 250 gráðum. Það var Háskólinn í Maryland í Bandaríkjunum sem sannaði þetta.
Majónes
Það geta komið tímabil þar sem þú getur ekki staðist að smakka á majónesi (þó þú vitir hversu óhollt það er). Þetta getur verið merki um að þig skorti E-vítamín (sem kemur úr olíunni) og A-vítamíni (sem kemur úr eggjarauðum). Bæði þessi vítamín eru húðinni afar mikilvæg.
Sýrður rjómi
Ef þú stendur þig að verki að setja sýrðan rjóma á allt sem þú borðar þá skortir þig fitu í líffærin. Líkaminn þarf fitu til að virka rétt og það verður að velja réttu fituna. Láttu sýrða rjómann í friði.
Hamborgarar
Það er eins með hamborgara og sýrða rjómann. Vöðvar örvast ekki eingöngu með próteini. Þeir eru einnig örvaðir með einni amino sýru sem hjálpar kalki að bindast beinunum. Sem þýðir að verið er að styrkja allt beinakerfið þitt.
Hnetur (peanuts)
Þessi tegund hneta hefur amino sýrur sem aðstoða við framleiðslu á blóðrauðu í blóðinu. Þannig hjálpa þessar hnetur okkur að framleiða járn. Svo næst þegar þú ert sjúk í þessa tegund hneta skaltu fara og láta athuga járnbúskapinn hjá þér.
Salami
Eins skrýtið og þetta kannski hljómar að þá geta komið dagar þar sem að ekki er hægt að lifa án þess að fá Salami. Þetta þýðir að okkur skortir B1-vítamín. En það er vítamínið sem bætir minnið.
Kartöfluflögur
Löngun í kartöfluflögur þýðir að okkur skortir sykur í líkamann. Og við verðum sjúk í kartöfluflögur af því að þær eru pakkaðar af kolvetnum.
Súkkulaði
Súkkulaði örvar framleiðslu á serótónín – gleði hormóninu okkar. Ef þú ert með sterka löngun í súkkulaði þá ertu annað hvort í vondu skapi eða óhamingjusöm í því sambandi/hjónabandi sem þú ert í.
Sjá má meira um þetta HÉR.