C-vítamín
Sítrusávextir eru stútfullir af C-vítamíni, en þetta vítamín vinnur sem andoxunarefni í líkamanum og hjálpar honum við upptöku á járni. Appelsínur eru sérstaklega ríkar af C-vítamíni. Aðrir ávextir og grænmeti sem er ríkt af C-vítamíni eru t.d rauð og græn paprika, kiwi og tómatar.
Kalk
Grænkál er kannski ekki það sem þú hugar um þegar þú spáir í kalki en það er afar ríkt af því engu að síður. Við þurfum öll kalk fyrir bein og tennur og já, vöðvana og fyrir virkni tauga. Annað sem er ríkt af kalki eru auðvitað mjólkurvörur, brokkólí og chia fræ.
B-vítamín
B12 er vítamín sem er iðulega tekið inn í töfluformi. Þetta vítamín er afar mikilvægt fyrir rauðu blóðkornin og virkni tauga. Það er B12 í eggjum og ekki vera að hræðast mýtuna um að egg séu óholl. Bara borða þau í hófi. B6 er annað vítamín sem hefur að gera með að þroska heila barns á meðgöngu. Þetta vítamín má finna í hnetum, túnfisk og kjúklingabaunum.
A-vítamín
A-vítamín skiptir miklu máli fyrir heilbrigði augna og ónæmiskerfis. Það stuðlar einnig að betri hjartaheilsu ásamt því að vera gott fyrir lungu og nýru. Sætar kartöflur eru afar ríkar af A-vítamíni.
E-vítamín
E-vítamín vinnur eins og andoxunarefni í líkamanum og styður við ónæmiskerfið með því að berjast við bakteríur og vírusa. Möndlur og fleiri tegundir af hnetum eru ríkar af E-vítamíni.
Magnesíum
Kasjúhnetur eru mjög ríkar af magnesíum, en hlutverk magnesíum í líkamanum er að passa upp á blóðsykurinn, þrýstinginn og einnig vinnur það með taugunum. Ristaðu kasjúhnetur og notaðu ofan á salat t.d.
Járn
Ansi margir taka inn járn, oft er járn hannað fyrir konur sérstaklega því oft skortir þær járn. Spínat er ríkt af járni og mælt er með að borða hálfan bolla af spínat á hverjum degi.
D-vítamín
D-vítamín er flókið næringarefni. Það er að finna í afar fáum matartegundum, þó er lax og túnfiskur ríkur af þessu vítamíni. Mikið af mat er með D-vítamíni viðbættu en við þurfum þetta vítamín til að ná betri upptöku á kalki í líkamanum. Þú færð D-vítamín úr sólinni en þegar hún ekki skín mánuðum saman þá er vissara að taka 1 töflu á dag.
Fjölvítamín
Ansi oft er fólk bara að eyða peningum í óþarfa þegar það kaupir fjölvítamín. Það á miklu frekar að borða reglulega ávexti og grænmeti því þá ertu að fylla á vítamínbirgðir líkamans.
Heimild: time.com