Trefjar eru það besta fyrir meltinguna – karlmenn ættu að borða um 38 grömm af trefjum daglega og konur um 25 grömm daglega. Ansi oft þá gleymist þetta og við tekur meltingarvandamál.
Þegar þetta gerist þá skal taka til í mataræðinu og hér fyrir neðan eru matur sem eykur trefja inntöku og drykkir sem ættu að losa um hægðartregðuna.
Jógúrt inniheldur flórubætandi efni sem berst við hægðartregðu. Hann ýtir undir frekari klósettferðir og bætir þéttleika hægðanna. Mælt er með AB jógúrt.
Algengasta orsök hægðartregðu er of lítið af vökvainntöku, þ.e líkamanum vantar vatn. Vatn hjálpar þörmum að vinna betur og er nauðsynlegt fyrir heilbrigða meltingu. Vertu viss um að drekka a.m.k 10 glös af vatni á dag. Ef heitt er í veðri eða eftir æfingu þá skal drekka meira af vatni en 10 glös á dag.
Kaffið örvar heilann á morgnana og það örvar einnig meltinguna og virkar vel á hægðartregðu. En drekkir þú of mikið af kaffi þá má búast við niðurgangi.
Vinsælt val til að hjálpa meltingunni. Einn bolli af brúnum hrísgrjónum inniheldur 3,5 grömm af trefjum. Einnig má finna í brúnum hrísgrjónum meira af vítamínum og járni en finna má í þessum hvítu.
Spínat byggir ekki bara upp vöðvamassa. Það er einnig afar gott við hægðartregðu því í spínat má finna mikið magn af trefjum og magnesíum. Í einum bolla af soðnu spínati má finna 4 grömm af trefjum og c.a 150 mg af magnesíum.
Heimild: tribune.com