Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birt var í vísindaritinu British Journal of Nutrition, þá bentu niðurstöðurnar til að lífrænar matvörur innihaldi ekki aðeins minna af eiturefnum en sambærilegar ólífrænar (hefðbundar) matvörur heldur eru þær líka næringarríkari.
Umræðan um heilnæmi og næringargildi lífrænna matvara í samanburði við ólífrænar hefur lengi verið í gangi og hafa skapast mjög heitar umræður um þetta málefni. Nú virðast þeir sem aðhyllast lífræna ræktun vera að fá uppreisn æru, því niðurstöður þessarar rannsóknir eru mjög afgerandi um kosti lífrænnar ræktunnar í samburði við ólífræna ræktun.
Rannsóknin sem var svökölluð „meta-analyse“ og skoðaði niðurstöður 343 ritrýndra rannsókna sem höfðu mælt muninn á lífrænum og ólífrænum ávöxtum, grænmeti og kornvörum. Þetta er víðtækasta rannsókn sem gerð hefur verið á samburði á lífrænum og ólífrænum matvörum.
Rannsóknin sýndi að magn andoxunarefna var 19-69% meira í lífrænum matvörum en í sambærilegum ólífrænum. Auk þess komust rannsakendur að því að ólífræn framleiðsla var fjórum sinnu líklegri til að innihalda leifar af varnefnum en sambærileg lífræn framleiðsla. Einnig innihéldu ólífrænar vörur marktækt hærri styrk af þungmálinum kadíum.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við ábendingar NLFÍ að hvetja neytendur til að neyta frekar lífrænna matvara í stað ólífrænna, þegar kostur er á. Með því erum við bæði að huga að betri heilsu og stuðla að umhverfisvernd.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast alla rannsóknina og tilvitnanir í erlenda miðla sem hafa sagt frá niðurstöðum þessarar rannsóknar.
Heimildir:
http://www.naturalnews.com/046024_organic_food_nutritional_content_pesticide_residue.html
http://www.telegraph.co.uk/health/healthnews/10962499/New-study-to-split-opinion-on-organic-food.html
http://www.theguardian.com/environment/2014/jul/11/organic-food-more-antioxidants-study
Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is
Heimild: nlfi.is