Við vitum öll að morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. En hvað þú lætur ofan í þig skiptir öllu máli.
Í nýrri rannsókn segir að ef þú færð þér morgunmat sem er ríkur af próteini þá dregur þú úr hungri yfir daginn.
Niðurstaðan:
Með því að mæla boð frá heilanum komust vísindamenn að því að þeir sem borða próteinríkan morgunverð sýndu minni merki um löngun í mat yfir daginn. Þetta þýðir að próteinríkur morgunverður dregur verulega úr því að þú sért að narta fyrir hádegi.
Hvort sem það er prótein stykki, kaldur kjúklingur frá kvöldinu áður eða nokkrar auka eggjahvítur í ommilettuna að þá eru margar leiðir til að bæta próteini í morgunverðinn.
Hafðu þetta bak við eyrað í fyrramálið þegar þú ákveður hvað þú ætlar að fá þér í morgunverð.