Í rannsókn sem unnin var við Norweigan Institute of Puplic Health var notast við upplýsingar um einstaklinga frá 70 löndum. Upplýsingarnar innihéldu tölur um hæð, þyngd, aldur og kyn en að auki gaf fólk upplýsingar um menntun og stöðu.
Í ljós kom að í fátækari löndum var algengara að sjá of þunga einstaklinga meðal þeirra sem höfðu hærra menntunarstig. Það sama var ekki uppá teningnum í ríkari löndum, en þar voru minna menntaðir líklegri til að kljást við offitu.
Ástæðan fyrir þessu er margþætt en eitt sem mætti nefna er að atvinnutækifæri ráðast oft af því hver staða þjóðarinnar er, í ríkum löndum er meira um kyrrsetuvinnu og líkamleg vinna er í meira framboði í fátækari löndum. Að auki er líklegt að þeir sem hafi enga menntun, stundi láglaunastörf sem bæði leiðir lengri vinnutíma, sem er tekið af tímanum sem fólk eyðir í að elda, og eykur minnkar líkurnar á því að fólk hafi efni á að kaupa sér hollan og fjölbreyttan mat.
Þessi rannsókn sýnir að hversu mikilvægt það er að gefa öllum jöfn tækifæri til náms og passa uppá að stéttarskipting verði ekki í of miklum mæli.
Grein af vef hvatinn.is