Í hvaða matvörum er magnesíum helst að finna?
Mest er af magnesíum í grænu blaðgrænmeti, heilkornavörum, hnetum, fiski, kjöti og mjólkurvörum.
Hve mikið magnesíum þurfum við?
Ráðlagður dagskammtur fyrir magnesíum er:
Konur: 280 milligrömm
Karlar: 350 milligrömm
Börn 2-5 ára: 120 milligrömm
Börn 6-9 ára: 200 milligrömm
Börn 10-13 ára: 200 milligrömm
Hver er neyslan hér á landi?
Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði 2010–2011 fá flestir aldurshópar nálægt ráðlögðum dagskammti af magnesíum úr fæðunni einni. Íslendingar fá magnesíum aðallega úr kornvörum, ávaxtasöfum, mjólkurvörum, kjöti, ávöxtum og grænmeti.
Hvernig fullnægi ég þörfinni fyrir magnesíum?
Magnesíumþörfinni er auðvelt að fullnægja með því að borða fjölbreytt fæði, þ.e. án þessa að taka það inn í formi fæðubótarefna. Það er mun æskilegra að fá næringarefnin úr fæðunni en að taka þau inn sem fæðubótarefni en þá eykst hættan á röskun jafnvægis á milli næringarefna.
Hvað getur gerst ef neyslan er of mikil?
Auk þess að raska jafnvægi milli næringarefna getur of mikil neysla magnesíums leitt til niðurgangs, en ekki hafa komið fram önnur neikvæð áhrif ef nýrun starfa eðlilega.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir, verkefnisstjórar næringar hjá Embætti landlækni.
Ítarefni:
Ráðlagðir dagskammtar fyrir vítamín og steinefni 2013
Norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni, kafli um magnesíum (drög)
Skýrsla úr Landskönnun á mataræði 2010-2011
National Institute of Health. Dietary Supplement Fact Sheet: Magnesium