Margar fréttir fjalla um kosti súkkulaðis, meðal annars fyrir hjartaheilsuna. En er súkkulaði svo gott eða er þetta bara óskhyggja? Það er ekki úr vegi að kíkja á kostina og gallana svona rétt fyrir valentínusardaginn og tilheyrandi hjartalaga súkkulaðiframboð.
Dr. Eric Ding, vísindamaður hjá Department of Nutrition of Harvard School of Public Health segir fjölmiðla setja upp ranga mynd af súkkulaði þar sem þeir slá upp fyrirsögnum um kosti þess og hvetji fólk til að hlaupa út og kaupa sér stykki.
Innihaldsefnin í kakói geta verið heilsusamleg, en súkkulaðistykki sem innihalda mikið magn af kaloríum eru það ekki endilega. Kakó kemur úr ristuðum kakó baunum, það er mikið magn af plöntu efnasambandi (e. plant comound) sem kallast kakó flavonóíð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta efni hafi góð áhrif á hjartað og á blóðflæði til heilans. Súkkulaði er aftur á móti nammið sem er búið til með því að bæta við sykri, mjólk og fleiri efnum við kakóduftið. Þessi efni bæta við fitu og sykri sem geta unnið á móti góðu áhrifum kakósins.
Kakó og hjartaheilsa
Flavonóíð í kakói, sérstaklega efnin sem kallast catechin, epicatechin og procyanidins, eru talin hjálpa hjarta- og æðakerfinu með því að lækka kólestról, koma í veg fyrir blóðtappa og minnka bólgur. Dr. Ding og félagar skoðuðu niðurstöður 24 rannsókna sem höfðu skoðað áhrif flavonóíðs í kakói á hjartasjúkdóma. Niðurstöðurnar sýndu að flavonóíð lækkaði blóðþrýsting og slæma LDL kólestrólið, hækkaði góða HDL kólestrólið, bætti blóðflæði og lækkaði insúlín viðnám (ástand þegar líkaminn notar insúlín ekki á áhrifaríkan hátt, tengist sykursýki 2 og hjartasjúkdómum).
Rannsóknir hafa þó bara staðfest skammtímaáhrif kakós á hjartasjúkdóma, ekki hvaða áhrif það hefur til langtíma að minnka þessa áhættuþætti. Það er, flavonóíð sem getur lækkað blóðþrýsting, kólestról og haft góð áhrif á aðra áhættuþætti sem hafa áhrif á hjartaáfall, en ekki er vitað hvort þetta komi beint í veg fyrir hjartaáfall.
Áhrif kakós á heilann
Rannsóknir hafa líka bent til þess að kakó sé gott fyrir heilann. Rannsakendur í Harvard Medical School fundu út að eldra fólk sem drakk tvo bolla af kakó á dag í þrjátíu daga var með betra blóðflæði en áður til hluta heilans sem stjórnar hugsun og minni.
Rannsakendur á Ítalíu komust að því að eldra fólk sem var með léttvæga rýrnun í hugrænni virkni og drakk kakó með háum flavonóíð stuðli stóð sig betur á prófum tengdum hugrænni virkni heldur en þeir sem drukku kakó með lágum flavonóíð stuðli. Þessar rannsóknir ýta undir það að kakó geti haft verndandi áhrif fyrir heilann.
Besta uppspretta kakós
Meðalskammtur kakós í þessum rannsóknum sem skoðaðar voru var um 400 milligrönn á dag. Dr. Ding segir að vandamálið sé að þetta magn samsvari um 8 súkkulaðistykkjum úr dökku súkkulaði, og um 30 úr mjólkursúkkulaði. Ansi mikið af kaloríum og sykri fylgir með sé þetta magn súkkulaðistykkja borðað.
Því þarf að kaupa hreinna súkkulaði (því dekkra því betra) sem er ekki hlaðið fitu og kaloríum en hægt er að finna súkkulaði sem inniheldur allt að 250 milligrömm af flavonóíð í hverjum skammti. Því er um að gera að leita að súkkulaði sem í er 70% kakó eða meira.
Tekið af hjartalif.is