Og eins og Jamie Oliver og Michelle Obama eru að sýna okkur, þá snýst þetta ekki um að drífa í sig mat af því hann er hollur og góður fyrir þig.
“Matur, ef hann er vel valinn getur endurskapað okkar læknisfræðilegu þekkingu til hins betra” segir David Katz, MD. Einnig getur rétt mataræði bætt skapið, einbeitingu, orkuna, húðina og brennslu.
Hérna er rétta leiðin til að fylla á tankinn með rétta hráefninu.
Góðar fyrir: Skapið
Valhnetur eru pakkaðar með trýptófan sem er amino sýra er líkaminn þarfnast til að framleiða “feel great” efnið serotonin. Spænskir vísindamenn hafa fundið að þeir sem borða valhnetur hafa hærra magn af þessum náttúrulega skap stilli. Annar kostur: “Valhnetur eru hægmeltar” segir Dr. Katz. “Þetta verður til þess að skapið helst gott lengur og fólk á auðveldara með að höndla stress”.
Góður fyrir: Skapið
Þessi grænu spjót eru besta grænmetið ef að tala á um folate, sem er B-vítamín er hjálpar þér að komast upp úr lægð t.d. “Folate er mikilvægt fyrir dópamín, serótónín og norepinephrine” segir David Mischoulon, MD við Harvard Medical School. En öll þessi efni eru afar mikilvæg fyrir skapið. Bolli af elduðum aspas inniheldur 268 microgrömm eða 2/3 af RDS fyrir konur.
Gott fyrir: Orkuna
Þessi bragðgóðu lauf eru stútfull af járni sem að er aðal efnið í rauðu blóðkornunum. En þau eru það sem að fyllir vöðvana af súrefni. Vísindamenn í Svíþjóð fundu nýlega aðra leið sem að þessi grænu laufblöð hlaða okkur orku: Efni sem fannst í spínat bætir í rauninni virkni hvatbera, orkuframleiðslu “verksmiðjurnar” sem býr inn í frumunum. Þetta þýðir það að borða bolla af elduðu spínat á dag getur fyllt þig af orku sem endist lengur.
Góðir fyrir: Orkuna
Ef þú ert farin(n) að lenda í því að vera móð(ur) og másandi upp alla stiga að þá ættir þú að prufa þessa oddhvössu orkubombu. Ætiþistlar eru hlaðnir magnesíum, en það er steinefni sem að er nauðsynlegt fyrir meira en 300 lífefnifræðilegum svörunum í líkamanum- einnig framleiða þeir orku, segir Forrest Nielsen, PhD. “ EF þú ert ekki að fá næginlegt magn magnesíum að þá þurfa vöðvarnir að vinna undir meira álagi og þú þreytist fyrr.
Um 68% af fólki er ekki að fá næginlegt magn af magnesíum. Fyrir konur að þá þurfa þær um 320 mg á dag. Í einum meðal stórum ætiþistli eru um 77mg af magnesíum og bara 60 kaloríur.
Góður fyrir: Húðina
Pssst... veistu að þú ert með hrukkuforvörn á disknum þínum? “ Lax er ríkur af fitu sem að heitir eicosapentaenoic sýra (EPA), en þetta er tegund af omega-3. þessi fitusýra hjálpar á náttúrulegan hátt að verja húðina gegn UV geislum sólarinnar”. Einnig eru ensími í laxi sem að hlaða á kollagenið og styrkir þannig teygjanleika húðarinnar.
Bónus: Omega-3 kemur reglu á fituframleiðslu húðarinnar og bætir raka hennar og þetta tvennt hjálpar húðinni að vera hrein og bólufrí.
Góð fyrir: Húðina
Þau eru kannski ekki með mýkstu húðina sjálf en jarðaber geta mýkt þína húð. Hlaðin af andoxunarefnum sem hjálpa húðinni að laga skemmdir sem orsakast af utanað komandi orsökum, eins og mengun og UV geislum. Og já, þau eru pökkuð af C-vítamíni. Rétt hálfur bolli af jarðaberjum og þú ert komin með RDS af C-vítamíni. En C-vítamín hefur verið tengt við færri hrukkur og húðin verður síður þurr.
Prufaðu að búa til þinn eigin andlitsmaska heima. “Einnig má skera þau í tvennt og nudda á andlitið beint, ferskara verður það varla” segir Dr. Ostad.
Góð fyrir: Minnið
Vertu viss um að fá þér egg í morgunmat ef þú ert að fara í próf t.d. Eggjarauðan er stútfull af kólín en það efni vekur minnið. “ Líkaminn þarf kólín til að búa til efni í heilanum sem heitir acetylcholine og er það efni afar nauðsynlegt til að geyma minningar”.
Í einu eggi eru um 147 mg af kólín en RDS eru 425 mg.
Góð fyrir: Minnið
Borðaðu bláber reglulega og heilinn á þér verður afar ánægður. Í nýlegri rannsókn þar sem að fólk með aldurstengt minnistap var látið drekka rúmlega tvo og hálfan bolla af bláberjasafa á dag í 12 vikur og þetta sýndi mikla breytingu á minni hjá þeim.
Leynivopn bláberja er tegund af andoxunarefni sem heitir anthocyanins.
Heimildir: health.com