Allt grænmeti sem er dökkgrænt eins og spínat er mikilvægt fyrir húðin, hárið og beinin. Í því er mikið af próteini, járni og vítamínum og steinefnum.
Það sem gerir spínat svona gott fyrir okkur er að það getur stjórnað glúkósa í blóðinu hjá þeim sem eru með sykursýki og það lækkar einnig áhættuna á krabbameini. Spínat styrkir beinin og hefur áhrif á astma og fleira.
Í einum bolla af spínat eru 27 kaloríur, 0.86 gr af próteini, 30mg af kalki, 0.81 gr af járni, 24mg af magnesíum, 167mg af kalíum, 2813 IUs af A-vítamíni og 58 microgrömm af folate.
Spínat er langbest ef þig skortir kalíum og járn.
Spínat inniheldur 250mg af kalki (einn bolli) þegar það er eldað.
Einnig er spínat það besta ef þig skortir magnesíum en það er nauðsynlegt fyrir vöðvana og taugakerfið, hjartað og heilbrigt ónæmiskerfi. Magnesíum spilar einnig stórt hlutverk varðandi lífefnafræðileg viðbrögð sem að eiga sér stað í líkamanum.
Þeir sem þjást af meltingatruflunum, drekka áfengi eða eru komnir yfir 70 árin ættu að borða spínat. Einnig ef þú ert að taka sýklalyf. Áhættan á magnesíum skorti er algeng hjá þessu fólki.
Í spínat má finna andoxunarefni sem heitir alpha-lipoic sýra en hún hefur sýnt fram á lækkun á glúkósa, aukningu á insulíni og kemur í veg fyrir oxidative stress breytingar hjá þeim sem eru sykursjúkir.
Áhættan á að fá astma er lægri hjá þeim sem að neyta ákveðinna tegunda af næringu. Má nefna Beta carotene. Spínat er ríkt af þessu efni, einnig má finna beta carotene í apríkósum, brokkólí, melónum, graskeri og gulrótum.
Spínat er ríkt af kalíum og er mælt með því við þá sem hafa of háan blóðþrýsting að neyta spínats. Skortur á kalíum í blóði eykur á áhættuna af fá háan blóðþrýsting.
Skortur á K-vítamíni hefur verið tengt við léleg bein. Það þarf að neyta matar sem er ríkur í K-vítamíni daglega, og er spínat einmitt ríkt af þessu vítamíni.
Spínat er ríkt af trefjum og vatni sem er góð blanda þegar kemur að hægðartregðu.
Spínat er ríkt af A-vítamíni sem er nauðsynlegt fyrir hárið. A-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir húðina. Spínat og önnur græn grænmeti eru rík í C-vítamíni en það hjálpar líkamanum að halda kollageni á réttu róli. Kollagen er það efni sem að heldur húðinni stinnri og gerir hárið fallegt.
Járnskortur er algeng orsök þess að fólk fær hárlos. En koma má í veg fyrir það með því að borða mat sem er ríkur af járni eins og spínat er.
Heimild: medicalnewstoday.com