Sé sykurs neytt í of miklu magni, kannski sérstaklega yfir langan tíma, getur það haft neikvæð áhrif á líkama okkar. Efnin í og umhverfis frumurnar verða þeim eitruð og þær hætta að nema orkuástandið í líkamanum, þannig verður til dæmis sykursýki týpa 2 til. Hversu ánægjulegt væri því að geta borðað nægju sína og rúmlega það af sælgæti og áhrif þess á líkamann myndu núllast út? Það gæti mögulega orðið að raunveruleika.
Í rannsókn sem birtist nýlega í PNAS er nýuppgötvuðu ensími lýst, sem tekur þátt í að stöðva eitrunaráhrif sykursins í líkamanum. Sykurferillinn er í einföldu máli þannig að glúkósa er umbreytt í glýseról-3-fosfat eftir að það hefur verið tekið inní frumurnar. Glýseról-3-fosfat er grunneining fyrir bæði áframhaldandi niðurbrot sykrunnar og forðasöfnun, en orkuástand líkamans ræður því hvor leiðin er farin. Þegar mjög mikill sykur er til staðar í blóðinu safnast glýseról-3-fosfat upp inní frumunni og það er þá sem eitrunaráhrifin geta komið fram.
Það sem höfundar greinarinnar uppgötvuðu í sinni rannsókn er að þegar glýseról-3-fosfat fer að safnast upp virkjast ensím í líkamsfrumunum sem heitir glýseról-3-fosfat-fosfatasi (G3PP). Þetta ensím gegnir því hlutverki að umbreyta glýseról-3-fosfati í glýseról og seita því útúr frumunum.
Í heilbrigðum einstakling sem innbyrgðir mátulega mikið af sælgæti í einu fer þetta ferli í gang ef svo óheppilega vill til að sykurmagnið ...LESA MEIRA
Grein af vef hvatinn.is