Þegar við eldumst þá tapar líkaminn þessu steinefni hraðar en þú innbyrðir það. Þegar þetta gerist og ekkert er gert til að sporna við þessum missi á kalki þá er mikil hætta á að beinin verði brothætt og þá sérstaklega hjá konum eftir breytingaskeiðið.
Kalk aðstoðar vöðva, taugar, frumur og æðar að vinna rétt. Mest af kalki kemur úr beinunum en beinin fá kalk úr fæðunni. Konur yfir fimmtugt og karlmenn yfir sjötugt þurfa að auka kalk inntöku um 20%. Fæða sem er kalk rík eru t.d mjólk, jógúrt og ostur. Einnig má taka inn aukalega kalk í töfluformi.
B12 vítamín aðstoðar við framleiðslu blóðs og taugafruma. Til að fá B12 úr fæðu þá kemur það úr kjöti, fisk, eggjum og mjólkurafurðum. Margir þjást af B12 vítamín skorti, en skortur á þessu vítamíni getur aukist svo um munar þegar við eldumst.
Þú getur ennþá náð góðum skammti af B12 úr fæðunni en oft er gott að láta athuga B12 búskapinn því ef hann er ekki góður þá þarf að bæta við töflum eða jafnvel fá B12 vítamín sprautur.
D-vítamín er nauðsynlegt til upptöku kalks í líkamanum. Æskilegt er að taka D-vítamín daglega til að koma í veg fyrir beinþynningu. Einnig er D-vítamín afar gott fyrir vöðva, taugar og ónæmiskerfið. Margir geta náð nægu D-vítamíni úr sólinni en fyrir okkur hér á Íslandi þá verðum við að taka það inn í töfluformi eða sem dropa.
Líkaminn notar B6 til að berjast gegn sýklum og einnig þá eflir það orkuforðann. B6 – vítamín er nauðsynlegt fyrir heila ungra barna. Eftir því sem þú eldist þá þarftu meira af B6. Rannóknir hafa fundið tengingu milli þess ef líkaminn inniheldur mikið af B6 hjá eldra fólki þá er minnið hjá þeim þeim mun betra. Kjúklingabaunir eru ríkar af B6 – vítamíni, einnig lifur og feitur fiskur.
Það vinnur með líkamanum í að framleiða prótein og styrkir beinin, heldur blóðsykrinum á réttu róli svo nokkur dæmi séu nefnd. Gott er að borða hnetur, fræ og dökk grænt grænmeti. Eftir því sem fólk eldist þá gerist það of oft að fræ, hnetur og græna grænmetið dettur af matseðlinum. Passið upp á magnesíum búskapinn.
Þessar nauðsynlegu bakteríur eru það besta fyrir magann á þér. Þú nærð í probiotics úr jógúrt, súrkáli, kombucha og í töfluformi. Þessar bakteríur geta unnið gegn einkennum eins og meltingatruflunum, niðurgangi og þær geta hjálpað líkamanum að vinna gegn ofnæmum. Það skiptir nefnilega mjög miklu máli að magi og meltingin séu í besta lagi.
Omega 3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir líkamann, en líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Þessar sýrur eru nauðsyn fyrir sjón, heila og sæðisfrumur. Þær geta einnig unnið gegn sjúkdómum eins og Alzheimers, gigt og augnsjúkdómum sem leitt geta til blindu. Þú færð Omega 3 úr feitum fisk, valhnetum, canola olíu og hörfræjum. Einnig má taka það inn í töfluformi.
Það er mjög algengt að þeir sem eru komnir yfir 70 árin fái ekki nóg af zinki úr fæðunni. Það sem zink gerir fyrir okkur er t.d tengt lyktar og bragðskyni, það vinnur gegn sýkingum og bólgum og skiptir því miklu máli fyrir líkamann. Zink getur líka varið sjónina. Finna má zink í ostrum, nautakjöti, krabba og mörgum tegundum af grófu morgunkorni. Einnig má taka það í töfluformi.
Seleníum ver frumur gegn skemmdum og sýkingum og heldur virkni skjaldkirtils í lagi. Seleníum getur einnig aðstoðað við að vöðvar haldi styrk sínum og það getur haldið elliglöpum í skefjum, ásamt nokkrum tegundum af krabbameini og sjúkdómum í skjaldkirtli. Þú þarft ekki nema 1-2 brasilíu hnetur á dag til að ná inn ráðlagðum dagsskammti af seleníum. Of mikið af seleníum getur orsakað hárlos og gerir neglurnar afar viðkvæmar.
Kalíum skiptir máli fyrir hjartnær allt sem gerist innan í líkamanum. Það vinnur með hjartanu, nýrum, vöðvum og taugum. Kalíum getur varið okkur gegn heilablóðfalli, of háum blóðþrýstingi, hjartaáfalli og beinþynningu. Mjög marga skortir kalíum í blóðið. Borðaðu þurrkaðar apríkósur, banana, spínat, mjólk og jógúrt til að fá kalíum. Ráðleggðu þig við þinn lækni ef þú hyggst taka kalíum í töfluformi. Það getur nefnilega haft áhrif á lyf sem tekin eru við of háum blóðþrýstingi, mígreni og fleiru.
Það vita allir að trefjar eru okkur öllum mjög nauðsynlegar. Eftir því sem við eldumst þeim mun meiri trefjar þurfum við. Trefjar verja okkur gegn áföllum sem tengjast hjarta, þær halda hægðunum á réttu róli og lækka kólestrólið og blóðsykurinn.
Konur yfir 50 ára ættu að taka a.m.k 21 gramm af trefjum á dag og karlmenn um 30 grömm.
Hvort sem það eru vítamín, steinefni eða trefjar þá er auðvitað best að fá þetta úr fæðunni sem þú borðar. Borðaðu hreinan, hollan og fjölbreyttan mat. Ekki borða fyrirfram unnin mat.
Og muna svo auðvitað eftir að drekka nóg af vatni.
Heimild: webmd.com