Baunir eru frábærar og fullar af trefjum og kjúklingabaunir eru þar á meðal. Hummus sem er keypt út í búð inniheldur um 2,7gr af trefjum í 3 tsk.
Komdu í veg fyrir hungur og nart tilfinninguna strax eftir morgunmatinn með því að fá þér góðan hafragraut snemma á morgnana. Fullur af trefjum og fyllir magann vel og lengi. Bættu berjum eða ávöxtum saman við og dagurinn verður enn betri.
Avokadó er ríkt af mettaðri fitu og avokadó er einnig stútfullt af trefjum. Í einu avokadói má finna 13,5gr af trefjum.
Brokkólí er grænmeti eins og allir vita og pakkað af næringarefnum. Má þar helst nefna andoxunarefnin góðu. En brokkólí er einnig fullt af trefjum. Í einum bolla af soðnu brokkólí má finna 5,1gr af trefjum.
Þessi ber eru rauð á litinn sem þýðir bara eitt, andoxunarefni og aftur andoxunarefni og trefjar í ofanálag. Einnig eru hindber full af C-vítamíni. Einn bolli af þessum berjum inniheldur 8gr af trefjum.
Í einni meðalstórri peru má finna 5,5gr af trefjum.
Þau eru sæt , góð og fullkomin millibiti. Í hverju meðalstóru epli eru um 4,4gr af trefjum.
Súperfæðan chia fræ leynir endalaust á sér. Þú getur næstum því notað chia fræ saman við allt. Tvær msk af chia fræjum innihalda 9,8gr af trefjum.
Ekki nóg með að þú verður saddur af því að borða gulrætur að þá eru þær stútfullar af beta-carotene. Gulrætur eru einnig þæginlegasta snakk í heimi. 7 meðalstórar gulrætur innihalda 3gr af trefjum.
Hnetur eru fullar af próteini og trefjum. Allt í einni lítilli hnetu. ¼ bolli af möndlum inniheldur 4,5gr af trefjum.
Heimildir: womanshealthmag.com