Valhnetur eru afar ríkar í andoxunarefnum og eru fullar af omega-3 fitusýrum sem hafa bólgueyðandi áhrif og eru þekktar fyrir að geta komið í veg fyrir heilablóðfall, sykursýki, hjartasjúkdóma, ristils og blöðruhálskirtils krabbamein.
Valhnetur eru afar háar í B-complex vítamínum og steinefnum eins og t.d kopar, járni, manganese, zinki, kalsíum og seleníum.
Valhnetur eru sérlega góðar fyrir okkar vitsmuni og eru yfirleitt kallaðar “brain food”. Taktu eftir því þegar þú brýtur Valhnetu, hversu lík hún er heilanum.
Valhnetur róa taugakerfið og þér líður almennt afar vel ef þú borðar þær á hverjum degi.
Þær fylla magann og eru afar góðar ef fólk er að létta sig.
Valhnetur eru háar í E-vítamíni sem ver frumur gegn skemmdum. Þær eru einnig mikilvægar fyrir taugakerfið.
Valhnetur eru frábær rakagjafi fyrir húðina enda eru þær afar oft notaðar í húðkrem.
Prófaðu að stappa þroskaðan banana og strá söxuðum valhnetum yfir og þá ertu komin með frábæran skammt af heilafóðri og heilsusamlegum morgunmat.
Lúka af valhnetum á dag er allt sem þarf til að fá öll þessi næringarefni í líkamann.