Það furða sig eflaust einhverjir á því afhverju japanir lifa lengur en aðrir í heiminum. Eyjaskeggjar á Okinawa eyju sem staðsett er suður af Japan er með einstaklega áhugavert mataræði og fólkið á þessari eyju verður eldra en allir aðrir á jörðinni.
Samkvæmt vitnisburðum þá verður hver eyjabúi að meðaltali um 110 ára. Og má þessum háa aldri þakka þeirra genum.
Hinsvegar þá hafa nýlegar rannsóknir á samfélagi Okinawa eyju sýnt að þessum háa aldri megi þakka þeirra mataræði, mataræði sem eyjabúar hafa fylgt öldum saman.
Okinawa mataræðið er um 20% lægra í kaloríum en mataræði annara íbúa Japans. Þeirra mataræði inniheldur eina kaloríu í grammi og BMI stuðull íbúanna er um 20.
Okinawa mataræðið er saman sett að mestum hluta af grænu, appelsínugulu og gulu grænmeti, ávöxtum, rótum og rótarhnýði. Þessi matur er afar ríkur af andoxunarefnum eins og C-vítamíni, A-vítamíni, flavonoid poly-phenolic eins og B-carotenes, luten, zanthins og steinefnum eins og kalki, járni, kalíum og zinki.
Okinawa mataræðið er afar lágt í fitu og sykri, það er aðeins með 25% af sykri og 75% af fitu miða við mataræði annara íbúa Japans. Lítil fita og sykur í mataræði eru afar góð til að sporna við hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.
Mataræði eyjaskeggja saman stendur aðalega af örlitlum fisk en meira af soja, grænmeti sem er lágt í kaloríum eins og bitter melon og aðrar belgjurtir. Þau borða næstum ekkert kjöt, egg eða mjólkurvörur. Fiskurinn gefur þeim Omega-3, sem er nauðsynlegt fyrir líkamann. Soja í formi tofu er ríkt af próteini og trefjum. Saman vinnur þetta mataræði að því að líkaminn er hraustari, engir hjartasjúkdómar, engir ristilsjúkdómar né hægðartregða.
Þú getur kynnt þér þetta mataræði betur bæði með því að Googla – Okinawa diet og einnig á síðunni nutrition-and-you.com