Veikindi byrja oft afar sakleysislega; þrálátur hósti sem svo er lungnakrabbamein eftir allt saman, eða litli fæðingabletturinn sem að reynist vera húðkrabbamein. Ef þú hefur einhvern tíman haft áhyggjur af því að lítið einkenni sem gæti t.d bara verið flensa sé eitthvað meira að þá er betra að láta athuga það en hundsa það.
Þú hugsar kannski: Hvaða einkenni eru þess virði að hafa áhyggur af og hvaða einkenni er hægt að hrista af sér með tímanum?
Ef þú tekur eftir einhverju sem er alls ekki eðlilegt að þínu mati, pantaðu þá tíma hjá lækni strax. Betra er að fá úr því skorið strax hvort um alvarleg veikindi séu að stríða eða einfalda flensu.
Hérna eru fjögur algeng einkenni sem taka þarf eftir.
Brjóstsviði.
Hvað er í gangi: Sennilega bara venjulegur brjóstsviði.
Hvað gæti verið í gangi? Þú gætir verið að fá hjartaáfall. Bæði þessi einkenni lýsa sér eins, verkur í brjósti, stundum í kjálka og hálsi líka. Menn hafa tekið þessu sem brjóstsviða og ekki gripið í taumana næginlega fljótt. Og þá getur illa farið.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Ef þú hefur einhver önnur einkenni, eins og að vera andstuttur, verkur í handlegg, ógleði eða uppköst, svitaköst þegar brjóstsviðinn gerir vart við sig þarftu að leita hjálpar tafarlaust.
Blóð í sæði.
Hvað er í gangi? Gæti verið útaf meiðslum eða að orsökin eru harkaleg sjálfsfróun eða kynlíf. Þetta gæti líka verið sýking í blöðruhálskirtli eða eistalyppu, en hún tengist eistunum.
Hvað gæti verið í gangi? Blöðruhálskirtils eða eistna krabbamein. Ef að krabbameinið hefur dreyft sér í sæðisgöngin að þá getur komið blóð með sæðinu.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Ef þú hefur orðið fyrir hnjaski á þessu svæði og þetta hverfur inna fárra daga þá ertu nú væntanlega ok. En ef ekki, þá skal leita læknis.
Slæmur höfuðverkur.
Hvað er í gangi? Vökvatap í líkamanum, svefnleysi eða stress.
Hvað gæti verið í gangi? Heilablæðing.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Ef að höfuðverkur vekur þig um miðja nótt þá skaltu leita læknis hið snarasta. Höfuðverkur á ekki að vekja þig úr svefni. Einnig, taktu eftir því hvort þú ert að fá höfuðverki oftar en vanalega.
Ef þú ert vanur að fá höfuðverk einu sinni í mánuði en svo fara þeir allt í einu að aukast og eru afar slæmir að þá er það merki um að eitthvað alvarlegt sé að. Sjóntruflanir, vandræði með mál, slappleiki í handleggjum eða fótleggjum eða tilfinningaleysi í andliti bendir allt til heilablóðfalls, blóðtappa í höfði eða heilaæxlis. Leitið læknis tafarlaust.
Hvítur blettur í munni.
Hvað er í gangi? Mjög sennilega bara munnangur.
Hvað gæti verið í gangi? Krabbamein í munni.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Skoðaðu aftur hvíta blettinn í munninum. Er hann hvítur, flauels áferð á honum og hann getur verið hvar sem er í munninum, innan á kinnum, upp í góm eða á tungunni. Þetta getur verið merki um krabbamein í munni.
Munnangur er oftast nær hvít bóla (bólga) umkringd rauðum doppum í vefnum í kringum bólguna. Láttu líta á það strax og þá sérstaklega ef þú ert reykingamaður eða tekur í vörina.
Margir karlmenn hafa hundsað þetta og endað með hræðinlegt krabbamein í munni sem oft á tíðum er ekki hægt að lækna.
Heimildir: menshealth.com