Hún sagði mér frá því að hafði eytt þúsundum í alls konar megrunarbækur og kúra til að fá snögga lausn á líðan og nýlega keypt fyrir 100 þúsund kr. í startpakka Herbalife (sem hún notaði síðan ekki eftir allt saman)… En aldrei hafði hún virkilega stoppað og gefið sér tíma og leyfi til að vera sjálf í forgangi eða finna rótina af hverju hún gafst alltaf upp!
Nú bauðst henni að taka alveg þveröfuga nálgun og þá hélt hún aftur af sér.
Þegar við skoðuðum þetta dýpra kom í ljós að hún hafði myndað sér það viðhorf að hún væri ekki nógu góð, að hún gæti þetta ekki og að þetta væri alltof erfitt fyrir hana. Þetta var að sjálfsögðu ekki rétt. En þetta er eitthvað sem við gerum oft, við förum að efast um okkur og hugsa jafnvel neikvætt áður en við prófum.
Þessi póstur í dag er til þín ef þú vilt hætta að nota afsakanirnar sem hafa stoppað þig í fortíðinni og ná árangri sem varir, því eins og þú veist lokum við dyrum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun miðvikudaginn 14. október.
Ástæða #1: “Það er ekki möguleiki að ég haldi þetta út! 4 mánuðir er bara allt of langur tími!”
Mitt svar: Yfir 70% þeirra sem hafa verið í þessari nákvæmu þjálfun hjá mér hugsuðu þetta líka í byrjun, en þegar leið á er fólk alltaf jafnhissa á því hvað tíminn er fljótur að líða og hversu auðvelt það er að halda út þjálfun þegar stuðningurinn er til staðar.
Anna Guðrún Valdimars sem var í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sagði einmitt frá því hvað þjálfunin var akkurat góð tímalengd og hjálpaði henni að setja breytingar í fastar varanlegar skorður og komast alla leið að orku alla daga og sátt!
“Ég var einnig óviss með lengdina og hvort ég gæti haldið þjálfuninni út en í dag tel ég það vera einn helsti kostur þjálfunarinnar – því hún tekur þig alla leið.” – Dagmar Kristjánsdóttir
“Ég hélt satt að segja að ég myndi aldrei geta breytt mataræðinu nema kannski einn eða tvo daga.” – Margrét Gróa Björnsdóttir
“Ég hélt virkilega að ég gæti aldrei komið mataræði mínu og hugsun frá megrun eða átaki í eitthvað sem mig langaði að halda áfram með til frambúðar. Ég get nú staðist freistingar og langar ekkert annað en að vera áfram á fæðunni sem ég er komin á!” – Hólmfríður E. Guðmundsdóttir
Ástæða #2: “Ég hef prófað svo margt sem hefur ekki skilað varanlegum árangri af hverju ætti þetta að virka eitthvað frekar?”
Mitt svar: Málið er að megrunarkúrinn virkar ekki til frambúðar, hann er tímabundinn. Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun kenni ég þér sannleikan sem megrunarkúrinn segir þér ekki frá og hjálpa þér að finna hvað virkar fyrir ÞIG.
Nýtt líf og Ný þú þjálfun mun móta þína lífsstílsleið að orku, þyngdartapi og vellíðan skref fyrir skref. Það er ekki að ástæðulausu að það sem þú hefur prófað hingað til hefur ekki virkað fyrir þig, því þú hefur alltaf verið að prófa eitthvað sem virkaði fyrir einhvern annan.
Farðu hér til að kveðja megrunarkúrinn fyrir fullt og allt og finna hvað gefur þér árangur!
„Áður hafði ég fylgt ýmsum mataráætlunum en ekkert hafði skilaði sér í árangri. Með þjálfun komst ég í kjörþyngd eftir margra ára baráttu á aðeins örskömmum tíma! Ég hef betri skilning hvað hæfir mínum sérstaka líkama og er hreinlega ný og betri manneskja í dag! “ – Guðrún Harðardóttir,
„Í dag líður mér ekki eins og ég sé í megrun heldur og ég borða það sem mér þykir gott og hef misst 7,5 kíló!” – Hulda Guðnadóttir
Ástæða #3: “Ástand mitt er ekki svo slæmt, ég get beðið”
Mitt svar: Sannleikurinn er sá að því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnun hverju sinni og fyrir hvern áratug eftir breytingaraldur hægist brennsla kvenna um 5%! Og það hættulegasta hjá konum sem grennast og þyngjast um 1-5 kíló í senn, aftur og aftur, eru áhrif þess á ónæmiskerfi líkamans og hversu vel í stakk búinn líkaminn er gegn sjúkdómum.
Hversu lengi ætlar þú að setja heilsu þína á hakan, safna uppi ójafnvægi í líkamanum eða bíða þar til ástandið er orðið verra?
Einnig hefjum við ekki aftur þjálfun fyrr en október, 2016 eftir ár.
„Verkir í baki eru horfnir, meiri orka og meltingin mun betri sem ég vissi ekki að gæti orðið neitt betri. “ – Auðbjörg Reynisdóttir,
„ Ég finn fyrir mikilli breytingu bæði andlega og líkamlega, hreyfigeta hefur stóraukist, ég er full af orku og bjartsýni er ríkjandi. Minnið mitt hefur stórbatnað og húðin er að verða eins og á ungabarni, mjúk og kláði og pirringur að hverfa.” – Ásgerður Guðbjörnsdóttir
“Í dag er ég með skýrari hugsun og einbeiting, meiri sjálfstraust, orkan meiri, hamingjusamari, opnari, veit núna að ég get alveg haldið mig í ákveðinni” þyngd án þess að hreyfa mig alla daga vikunnar eins og geðsjúklingur. Ég er svo þakklát sjálfri mér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun, hún “bjargaði” lífi mínu, kom á réttum tíma í líf mitt.” – Kristín H. R
Ástæða #4: “Þetta verður erfitt, ég hef ekki tíma í svona vesen ”
Mitt svar: Með leiðarvísi tilbúin fyrir þig frá A-Ö, réttu tólin, aðgang að næringar- og lífsstílsráðgjöfum og stuðningshóp með útvöldum konum sem eru að ganga í gegnum það sama og þú…er það virkilega of erfitt?
Ég veit þú ert upptekin og því gef ég þér alltaf 3 nákvæm skref að taka og gef þér tilbúna leiðarvísa með allt sem þarf svo þú þurfir einfaldlega bara að prenta út og nota! Ég veit líka að þú getur ekki staðið endalaust lengi í eldhúsinu svo ég bókstaflega segi þér hvað á að borða og hvenær og hef útbúið hollráð til að spara þér tíma í eldamennsku. Þú færð einnig innkaupalista í okkar 3 vikna Nýtt líf og Ný þú matarhreinsun svo einfaldara verður það ekki.
„Það kom mér á óvart hvað þetta er í raun auðvelt að tileinka sér nýtt mataræði. “ Viktoría Birgisdóttir
„Þetta var í raun einfalt og aldrei nein pressa, ég að upplifi hreina vellíðan þar með.” – Ásdís Baldvinsdóttir
Ástæða #5: “Ég get ekki leyft mér þetta, þetta er of dýrt”
Mitt svar: Sem móðir hefurðu eflaust lent í því að setja aðra í forgang á undan sjálfri þér og því er trúlega smá pínlegt að vissu leyti að fara að fjárfesta í þér og þinni heilsu. En ímyndaðu þér ef þú værir svo full af orku og kæmir meira í verk, værir léttari á líkama og sál og laus við leiðinda verki í líkamanum, heldurðu að þú myndir gefa meira af þér til þinna nánustu?
Ég hvet þig að líta á þjálfun sem langtímafjárfestingu í þér og leið til að gefa betur af þér til þín og þinna, því það er líka dýrt að missa af því lífi sem þér var ætlað að lifa, fulla af orku, vellíðan og gleði.
Með því að fjárfesta í sjálfri þér núna getur þú komið í veg fyrir frekari kostnað í framtíðinni eins og megrunarbækur, bætiefni sem þú þarft ekki, lyfjakostnað o.s.frv hvað þá skerðing á lífsgæðum þínum og hamingju. Stéttarfélög og starfsmannafélög eru einnig að styrkja Nýtt líf og Ný þú þjálfun..
„Í dag pæli ég ekki í ákvörðuninni og fjárfestingunni að ganga í Nýtt líf og Ný þú. Því það kostar líka að vera heilsulaus og að vera í öllu þessu brasi. Svo þetta kemur útá það sama”. – Guðný
„Þetta án efa sú allbesta fjárfesting sem ég hef farið í og upplifi heilbrigða sál í hraustum líkama og er það gulls gildi.” Ásgerður Guðbjörnsdóttir
„Þegar ég lít til baka á fjárfestinguna sé ég ekki eftir krónu, besta sem ég hef gefið sjálfri mér í mörg ár.” – Dagmar Kristjánsdóttir
Ekki leyfa einhverri rangri ástæðu að halda aftur af þér. Ef þú ert að íhuga að vera með í Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni svo þú getir komist frá verkjum, síþreytu, orkuleysinu og þrjósku aukakílóum fyrir fullt máttu fara hér og skrá þig í þjálfun, áður en þú missir af
Segðu já við Nýju lífi og Nýrri þér hér
Tíminn líður hratt og af hverju ættir þú að setja sjálfa þig og heilsu á hakann örlítið lengur? Í sannleika sagt þá gætu lífsgæði þín og heilsa verið í húfi, en það er eitthvað sem við viljum huga að eins og við mögulega getum!
Nú er því tækifæri til að hleypa ástinni örlítið meira að og finna hvað virkilega hentar þínum sérstæða líkama, þú átt skilið að lifa besta lífinu sem þú getur lifað, virk, hraust og örugg um hvað virkar fyrir þig..
Gefðu þér tíma, settu þig í forgang og segðu já við þinni hjartans löngun
Skráðu þig hér núna því þjálfun hefst miðvikudaginn 14 október —-> http://nyttlifnythu.is/nyttlif/
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi